Freyr - 15.08.1968, Blaðsíða 15
GUNNAR ÓLAFSSON og
FRIÐRIK PÁLMASON:
Næringargildi og
eínamagn töðunnar
1961
1. Rannsókn heysýna 1967.
í Handbók bænda 1967 er getið nýrrar að-
ferðar við meltanleikarannsóknir (Gunn-
ar Ólafsson, 1967). Kostir þessarar aðferð-
ar fram yfir eldri r-annsóknaaðferðir eru
fólgnir í því, hve mikinn fjölda sýna er
unnt að rannsaka á skömmum tíma.
Samkvæmt beiðni búnaðarmálastjóra
voru á liðnum vetri rannsökuð tæplega 80
heysýni, sem safnað var víðsvegar um
landið. Alls bárust hingað á stofnunina
rúmlega 100 sýni, en ekki gafst tækifæri
til að ákvarða meltanleika í þeim öllum.
Aftur á móti var hráprótein, kalsíum, fos-
fór, magníum, natríum og kalíum ákvarð-
að í þeim öllum og tréni og vatn ákvarð-
að í um helmingi allra sýna.
Hráprótein- og trénisákvarðanir voru
gerðar hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins,
en metanlaika- og steinefnaákvarðanir
hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
2. Framhald heyrannsókna
Ákveðið hefur verið, að áframhald verði á
samvinnu Búnaðarfélagsins og Rannsókna
stofnunarinnar um rannsókn heysýna. —
Leitað hefur verið til héraðsráðunauta og
þeir beðnir að sjá um töku sýna og söfn-
un gagna um ræktunaraðstæður, sláttu-
tíma, heyverkun og heilsufar búfjár. Fyrir
gagnasöfnunina hafa verið gerð sérstök
eyðublöð. Sýnin verða því aðeins tekin til
rannsóknar, að þær upplýsingar fylgi, sem
beðið er um. Einnig er nauðsynlegt
að sýnin berist tímanlega eða ekki seinna
en um mánaðamótin ágúst/september.
Vegna þeirrar fyrirhafnar, sem er við að
taka einstök eða fá sýni til meðferðar hef-
ur verið ákveðið, að sýni, sem berast síð-
ar en á tilskildum tíma, verði aðeins tek-
in til meðferðar gegn fullu gjaldi og því
aðeins að útfyllt eyðublöð fylgi. Rétt er
að taka það fram, að þessi síðastnefndu
sýni verða ekki notuð við úrvinnslu
gagna. Því verður ekki við komið sökum
þess að þau verða of seint á ferðinni. í
þeim tilvikum verður um hreina þjón-
ustustarfsemi að ræða en ekki rannsókna-
starf.
Með skipulegri söfnun sýna mætti fá
nokkra mynd af heygæðum ár hvert.
Einnig er sú von bundin við þetta starf,
að unnt verði að gera sér nokkra grein
fyrir samhengi milli ræktunaraðstæðna
og heyverkunar annars vegar og hins
vegar fóðurgildis og efnasamsetningar.
Auðvitað er mikil þekking fyrir hendi í
þessu efni og tilraunir gefa gleggri svör
heldur en rannsókn framkvæmd við marg
breytilegar ,a,ðstæður um land alílt. En
samt sem áður álítum við rétt að reyna að
gera þessar heyrannsóknir að föstum lið
í starfsemi Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins, ef verða mætti til aukinnar þekk-
ingar á þeim þáttum, sem mest áhrif hafa
á heygæðin, við þær aðstæður sem eru
við heyöflun um land allt, ár hvert.
Einnig er ætlunin að styðjazt við efna-
greiningarnar og meltanleikaákvarðanir
til leiðbeininga um fóðrun og í vissum til-
vikum til leiðbeininga um áburðamotkun.
3. Hvaðan komu heysýnin 1967?
Sýni bárust úr öllum landsfjórðungum en
mjög mismörg, til dæmis aðeins 5 af Vest-
fjörðum og 8 frá Austurlandi, en yfir 20
úr hverjum hinna landshlutanna.
Með tilliti til hins mikla sýnafjölda,
351
F R E Y R