Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1968, Blaðsíða 26

Freyr - 15.08.1968, Blaðsíða 26
f danska bændablaðinu LANDSBLADET Iesum vér eftirfarandi: Eftir aS 5 daga vinnuvika er orðin að veru- leika og svo sumarfríið og vetrarfríin, helgidagafríin og hvað það nú er sem dregst frá, verða árlegir vinnudagar aðeins 220. Þetta gildir fyrir alla — nema bænduma. Við bændur öfundum ekki fólk vegna þessa, en við sjáum, að þjóðfélagið þolir ekki svona athafnaleysi. Hjá bændum er þróunin öfug. Allar stéttir reikna með 8 stunda vinnudegi, bóndinn verður að sætta sig við 12 stunda vinnudag og hans vinnu- dagar eru ekki 220 heldur 365. Sé þetta um- reiknað verður það 365x12, deilt með 8 = 440 vinnudagar, eða nákvæmlega tvöfalt fleiri en annarra. Til þess að öðlast kaup, sem naumast nær kaupi hinna lægstlaun- uðu verkamanna, verða konan og bömin að vinna með. Árið 1965 sýndu tölulegar stað- reyndir, að danskur bóndi framleiddi mat handa 65 manns daglega. Árið 1968 færir sami bóndi mat á borðin handa 85 manns og þetta er sú bezta fæða, sem nokkurs- staðar er borin á borð. Er því ekki von að spurt sé, hví útvarp, sjónvarp og dagblöð snúi staðreyndum við og stimpli bændur sem ómaga á þjóðfélag- inu? Óskiljanlegt er þá líka hvernig nokkrum dettur í hug að bændur láti blindazt og sjái ekki hvert er útflutningsverðmæti búvör- unnar. Allir ríkisþingmennirnir, 170 að tölu, eru á eitt sáttir um, að sjómannaverk- fall verði að hindra svo að búvöruútflutn- ingurinn stöðvist ekki. Er það óeðlilegt, þótt við bændur hreyf- um andmælum gegn umræddu framferði og hreint og beint stöðvum útflutninginn unz búvaran verður borguð með raunvirði, hinu eiginle/ga framleiðsluverði? Einka- sölueftirlitið ákveður nú hvaða verð okkur ur er greitt fyrir framleiðsluna. Það er þó kominn tími til að opna augu almennings fyrir því, að þjóðfélagið tapar og verður stöðugt fátækara á meðan það heldur uppi kúgun á einni stétt og stefnir henni beina leið til örbirgðar. Slíkt er ekki hægt til lengdar hjá þjóð, sem vill halda uppi heiðri búmenningar. KÆLIKERFl FRYSTIKERFI Uppsetning — Viðhald. ViSgerSir á öllum tegundum af frysti- og kœlitœkjum. KÆLING sff. Ármúla 12 — Símar 21686 - 33838 362 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.