Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1968, Blaðsíða 29

Freyr - 15.08.1968, Blaðsíða 29
Ytri-Hölmur Myndin hér að ofan er af Ytra-Hólmi í Ytri-Akraneshreppi og umhverfi þessarar fornu, fögru og vel yrktu bújarðar. Hún var tekin frá flugvél er undirritaður átti leið um þessa slóð fyrir fjórum árum. Hún birtist í tilefni þess, að félagsmálaleiðtog- inn, alþingismaðiurinn og bóndinn Pétur Ottesen, sem búið hefur á þessari jörð um tugi ára, var áttræður þann 2. ágúst s. 1. Var það ætlunin á þessum tímamótum að eiga viðtai við Pétur um brot úr starfsferli hans. En þeirri málaleitan tók sá aldni heiðursmaður víðs fjarri og mæltist ein- dregið til þess, að FREYR eyddi ekki rúmi af þessu tilefni til að láta sín að nokkru getið. » Með skírskotum til þess, að það er gömul* samþykkt hjá útgáfustjórn að skrifa um menn og störf þeirra aðeins þegar þeir hverfa frá opinberum hlutverkum, hlýtur ritstjórnin að taka óskir Péturs til greina, en hann er enn starfandi sem formaður Fiskifélags íslands, formaður Sláturfélags Suðurlands, stjórnaraðili í Búnaðarfélagi íslands, í stjórn Sementsverksmiðjunnar og gegnir enn ótöldum hlutverkum á sviði félagsmála, svo að langt er frá því að hann sé að hverfa frá opinberum hlutverkum. Bóndi var hann og ábúandi á Hólmi til ársins 1959 er sonur hans tók við búi, en síðast þegar undirritaður heimsótti þá feðga stóð öldungurinn við orfið þar sem vélin gat ekki felt grængresið á gjöfulli .útskák túnsins. Og öldungurinn áttræði er F R E Y R 365

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.