Freyr - 15.08.1968, Blaðsíða 13
í Efra-Langholti í Hrunamannahreppi hefur um langt skeið verið ágætt kúabú og einstakir gripir þaðan
hlotið háar viðurkenningar á sýningum.
hvaða aðferð væri heppilegust við blönd-
un þessa tiltölulega ódýra fóðurs, þ. e. að
sprengja fitukúlurnar í tólginni og blönd-
unin sé gerð í fljótandi formi og síðan
þurrkuð. Einna mestar framfarir á sviði
nautgripafóðrunar hafa að undanförnu átt
sér stað í fóðrun kálfa til kjötframleiðslu.
Með því að gefa orkuríkar fóðurblöndur,
þar sem komfóður er grófmalað, hefur tek-
izt að fá þyngdaraukningu, sem nemur
meira en 1 kg á dag, jafnvel 1400 g, á aldr-
inum 3-12 mánaða, enda er venjulegast um
stór kyn að ræða. Til að forðast meltingar-
truflanir er gefið hey, ósaxað eða gróf-
saxað, og jafnvel hálmur. Af heyfóðrinu
þarf minnst 300-400 g miðað við þurrefni
fyrir hver 100 kg, sem alikálfamir vega á
fæti. Hefur á síðari árum komið í ljós með
því að gefa orkuríkt fóður, að vaxtargeta
kálfa er langtum meiri en áður var um
vitað.
Rannsóknir í sambandi við mjólkurfram-
leiðslu gefa til kynnia, að hugsa þarf sér-
staklega fyrir orkuþörf kvígna til 6 eða 8
mánaða aldurs og orkuþörf kúa fyrir og
eftir burð og fyrri hluta mjólkurskeiðs. En
stærsta atriðið í því að gera mjólkurfram-
leiðsluna jafna og ömgga hvar sem er í
heiminum, virðist vera iað koma henni í
það horf, að hún sé sem minnst háð árferði
og utanaðkomandi áhrifum, og að því er nú
þegar stefnt í sumum löndum.
F R E Y R
349