Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1972, Síða 9

Freyr - 01.01.1972, Síða 9
Ijósi. Mannleg viðhorf eru svo misjöfn og áhugamálin að sama skapi. En hvað um það. FREYR tjáir við þetta tækifæri — í upphafi hins 68. árs aldurs síns, — hlutverk sitt að vera framvegis einskonar framhaldsskóli fyrir búendur, fagblað bænda á Islandi, er geti rækt hlut- verk sitt eitthvað í líkingu við það, er gerist með menningarþjóðum á vettvangi fagblaða bœndanna þar. Að fátækt og fámenni gerir þetta torvelt hjá okkur leiðir bara til þess, að sitthvað það, er öðrum þykir eðlilegt er utan gátta hér. Með öðrum þjóðum þykir það sjálf- sagt, að litmyndir prýði fagblöð bœndanna. Þetta er okkur með öllu ókleift kostnaðar vegna. Norsk bændablöð, sem hafa upplag 16—20 þúsund, telja . hag sinn þröngan vegna lítils kaupendahóps. Hvað þá með okkur, sem höfum upplag ritsins aðeins 4000 eintök? Erfiðleikar eru til svo að yfirstíga megi, ef ekki þá til að láta bugazt. Ennþá hefur tekizt að yfirstíga margan vanda. Við von- um að svo verði framvegis, bæði í útgáfu búnaðarblaðs bœndanna og í búskap þeirra og dagfari öllu. Með þá ósk í huga bjóðum við: FARSÆLT NÝBYRJAÐ ÁR! Til viðbótar framanskráðu er svo nokkuð, sem nauðsynlega þarf að koma á vit áskrif- enda FREYs. Eins og allir sjálfsagt muna voru nokkr- ar breytingar á kaupi og kjörum vissra stétta og starfsmannahópa haustið 1970. Það hafði m. a. þau áhrif, að við kaup- hækkanir og styttan vinnutíma prentara hækkaði prentunarkostnaður um sem næst 27%. Skömmu þar á eftir var verðstöðvun á- kveðin. Af því tilefni þótti útgáfustjórn Freys ekki fært né viðeigandi að breyta í neinu þeim töxtum, sem áður giltu og stóðu á tekjulista FREYs. Var þá ákveðið að draga heldur úr út- gáfumagni ef þörf yrði á og breyta í engu áskriftargjaldi. Með því að vinna ýmis störf við útgáfu og útsendingu án reiknings hef- ur tekizt að halda í horfi, svona nokkurn- veginn, og var þó magn útgáfu 2 örkum meira en lofað var fyrirfram. Nú hefur öðru sinni gerzt launaskrið, sem óhjákvæmilega hefur í för með sér verðbreytingar. Pappír hefur hækkað á heimsmarkaði og gjaldeyrismál snúizt þannig, að íslenzk króna hefur lækkað í hlutfalli við gjaldeyri þeirra landa, sem pappír er keyptur. Óvíst er enn hve mikil pappírshækkunin er frá því, sem var fyrir tveimur árum. Hitt er víst, að samningar þeir, sem gerðir voru í desember sl. í sam- bandi við verkfall prentara, hafa í för með sér eitthvað yfir 20% hækkun á prent- smiðjuvinnu. Raunveruleg aukning á út- gjöldum til prentunar, þessi tvö ár til sam- ans, mun því vera nálægt 50%. * * * Með framtíðarviðhorfið í huga hafði út- gáfustjórn FREYs, og um leið eigendur hans, fund í árslok sl. til þess að taka af- stöðu til fyrirkomulags um útgáfuna. Var á þeim fundi ákveðið, að þrátt fyrir um- ræddar hækkanir væri ekki fært að hækka áskriftargjald tímaritsins um 50%. Við það hefði áskriftargjaldið hlotið að verða kr. 450 árgangurinn. Þess í stað ákvað útgáfustjórn að áskrift- argjaldið verði á árinu 1972 aðeins 350 krónur. Verður því að móta magn upp- lagsins með tilliti til þessa og sjá hver framvinda verður. Þessi ákvörðun gildir því árið 1972, en um viðhorfið um næstu áramót skal engu spáð að þessu sinni. F R E Y R 3

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.