Freyr - 01.01.1972, Side 10
Vr skýrslu formanns
Stéttarsambands bænda á aðalfundi 1971
Skýrsla stjórnar Stéttarsambandsins er œtíð flutt á aðalfundi. í fundargerð aðalfundarins er í stuttu
máli drepið á viss atriði skýrslunnar, svo sem sjá má af fundargerðinni frá síðasta aðalfundi, er birtist
í FREY nr. 19 sl. ár. Er ekki óviðeigandi að birta nú viss atriði skýrslunnar, og skal þá fyrst og fremst
fjalla um verðlags- og framleiðslumálin, en afgreiðsla stjórnarinnar á samþykktum fyrri aðalfundar að
mestu höfð utanveltu. Ritstj.
Stjórnin vann að því að fá leiðréttingar á
skattalögum skv. fyrri ályktunum Stéttar-
sambandsfunda.
1. Aukinn frádrátt vegna vinnu húsmæðra
við búrekstur.
2. Skattfrelsi stofnsjóða og framlag til
þeirra eins og annars sparifjár.
3. Fasta framkvæmanlega reglu um fyrn-
ingarfrádrátt vegna útihúsa.
Árangur varð sá, að frádráttarheimild
vegna vinnu eiginkonu var aukinn í 1/4
persónufrádráttar hjóna. Á þessu ári er því
hámarkið 47.000,00 í stað 15 þús. kr. áður.
Enginn árangur fékkst varðandi skatt-
frelsi stofnsjóðsinnstæðna hjá samvinnu-
félögum, en vextir af þeim eru undanþegn-
ir tekjuskatti, þó ekki yfir 30 þús. kr. á
ári hjá einstakling og 60 þús. hjá hjónum.
Fyrningarheimild er veitt miðað við hið
nýja fasteignamat sem hámark, en sú
heimild kemur ekki til framkvæmda fyrr
en á næsta ári.
Þá hefur stjórnin fjallað allmikið um
heyverkunarmál og hugsanlega aukningu
á framleiðslu grasköggla. Talið er að bænd-
ur hafi keypt erlent kjarnfóður á síðasta
verðlagsári fyrir um eða yfir 700 millj. kr.
Þetta er að nokkru leyti afleiðing erfiðs
árferðis og vegna grasbrests, en að nokkru
vegna þess, að tiltölulega hagstætt hlutfall
er á milli verðs kjarnfóðurs annarsvegar
og afurðaverðs hinsvegar einkanlega varð-
andi mjólk og er keppt að því að ná sem
mestum afurðum með mikilli kjarnfóður-
notkun.
En vissulega er óeðlilegt að framleiða í
eðlilegu árferði búvörur til útflutnings að
verulegu leyti á erlendu korni, því er á-
stæða til að leita leiða til öruggari og
betri heyverkunar og graskögglagerðar og
efla þannig innlenda fóðurframleiðslu. En
reynzla í tilraunum tveggja síðustu ára,
sýnir, að hægt er að ná sömu afurðum með
því að gefa mjólkurkúm grasköggla og hey
eins og að gefa kjarnfóður og hey, ef sama
fóðurgildi er notað af hvorutveggja.
Því er ástæða til að leggja aukna á-
herzlu á þessa framleiðslu og dreifingu
verksmiðjanna um landið. Einnig kunna að
skapast útflutningsmöguleikar á þessari
vöru og í sumum landshlutum gæti það
orðið hagkvæm viðbótarframleiðsla.
Framleiðsla landbúnaðarafurða.
A Mjólkurframleiðslan.
Hér á eftir fer skýrsla um innvigtun mjólk-
ursamlaganna á árinu 1970 og til saman-
burðar tölur frá árinu 1969.
Hún sýnir, að heildaraukning varð á
innvegnu magni mjólkur á sl. ári, sem
nemur 5,7%. Hjá tveimur mjólkursamlög-
um varð samdráttur á innvegnu magni
mjólkur. Voru þetta samlagið í Ólafsfirði,
þar sem mjólkurmagnið minnkaði um
4
F R E Y R