Freyr - 01.01.1972, Page 12
gegn mjólkurneyzlu og ótti fólks við fitu-
söfnun er sjálfsagt veigamesta og áhrifa-
mesta atriðið í þessu sambandi. Sama er
uppi á teningnum þegar kemur að sölu
osta. Aukning á sölu magurra osta er
nærri tvöföld á við aukningu 45% feits
osts. Þó ber þess að geta, að ostasalan hefur
yfirleitt aukizt, eins og skýrslan ber með
sér. Álíta verður að sú aukning sé mest
að þakka miklum áróðri Osta- og Smjör-
sölunnar fyrir aukinni ostaneyzlu. Það er
alþjóð kunnugt að smjörsalan hefur verið
að dragast saman undanfarin ár. Á árinu
1970 varð smjörsalan um 86% af því sem
hún var á árinu 1969 og þó hafði smjör-
salan á árinu 1969 verið 10% minni en hún
var árið 1968. Rjómasalan minnkaði miðað
við 1969, en það ár hafði hún minnkað um
rösk 16%. Af þessu mætti draga þann lær-
dóm, að til álita komi að minnka fitumagn
mjólkur frá því sem verið hefur. Er slíkt
algjör stefnubreyting frá því sem ríkt hef-
ur um aldaraðir. Sú breyting verður ekki
auðveld, því allt kynbótastarfið, útborgun-
arfyrirkomulag mjólkursamlaganna og
hugsunarháttur þeirra manna, sem með
þessi mál fara, þarf að breytast. Varla leik-
ur samt vafi á því að breyting í þessum
efnum er mjög æskileg og frá markaðs-
legu sjónarmiði bráðnauðsynleg. Þetta er
samt veigameira mál en svo að því verði
gerð skil í þessari skýrslu, en það skal
tekið fram að Framleiðsluráðið hefur oft
á fundum sínum rætt þessi mál, þó engar
ráðstafanir hafi enn verið gerðar í þeim
efnum.
Með þessari skýrslu, um sölu mjólkur-
afurða, er einnig skýrsla um útflutning
þeirra á sl. ári og einnig er þar fært út
hlutfall það, sem er á milli útflutningsár-
anna 1970 og 1969. Þetta sýnir að útflutn-
ingurinn hefur aukizt og er sú aukning
afleiðing af minnkandi sölu heimafyrir og
aukningu þeirri, sem varð á innvegnu
mjólkurmagni á árinu 1970.
SKÝRSLA
um sölu mjólkurafurða innanlands og
útflutning árið 1970.
Sala 1970 % af sölu 1969
Nýmjólk ltr. 40.496.213 97,8
Súrmjólk 1.969.703 100,2
Ávaxtamjólk 59.975 112,4
Rjómi ltr. 912.430 96,1
Skyr kg. 1.804.262 99,1
Undanr. til neyt. ltr. 1.035.352 131,6
Nndanr. til fóðurs 2.722.759 105,7
Smjör kg. 1.164.819 86,4
Gauda F-45 sk. laus kg. 145.856 112,9
Gauda H-30 sk. laus kg. 520.532 120,9
Brauðostur F-45 kg. 107.537 82,5
Kúmenostur F-45 kg. 99 38,2
Sveitserostur kg. 386 56,5
Tilsitterostur kg. 11.884 150,2
Ambassador kg. 7.790 183,6
Camanbert kg. 3.823 135,5
Gráðaostur kg. 9.326 109,5
Bræddir ostar kg. 25.222 181,0
Rjómamysuostur kg. 17.266 98,7
Mysuostur kg. 2.504 71,6
Mysingur kg. 49.259 102,6
Nýmjólkurmjöl kg. 31.193 184,6
Undanrennumjöl kg. 327.039 76,5
Dósamjólk ds. 44.544 99,1
títflutningur % af útflutn.
1970 1969
Ostur 45% 681.009 187,3
Ostur 52% 20.003
Ostur 30% 5.933
Bræddur ostur 11.604 70,4
Nýmjólkurmjöl 410.810 241,1
Undanrennumjöl 225.000
Súrmjólk 40.356 203,4
Kasein 344.845 92,9
Þegar niðurgreiðslurnar voru auknar
haustið 1970, bjuggust menn við því að
sala afurðanna ykist mjög mikið. Að
nokkru leyti hafa þessar vonir manna
6
F R E Y R