Freyr - 01.01.1972, Page 14
um 655 lestir dilkakjöt. Til viðbótar þess-
um samdrætti á sjálfri framleiðslunni
kemur svo, að allar kjötbirgðir frá fyrri
árum voru uppseldar í ágústmánuði 1970.
Það var því allt annað viðhorf í kjötsölu-
málunum haustið 1970, en verið hefur und-
anfarin ár, þar sem saman fór minnkandi
framleiðsla og engar birgðir.
Þessi tvö atriði urðu því valdandi að út-
flutningur á kjöti drógst mjög saman frá
því sem var haustið 1969 og frá því sem
verið hefur nokkur undanfarin ár. Þannig
varð útflutningurinn af dilkakjöti af fram-
leiðslu 1970 um 2.800 smálestir, en af fram-
leiðslu 1969 var flutt út um 5,400 smálestir.
Það er því gert ráð fyrir að selt verði inn-
anlands tæplega 900 smálestum meira af
dilkakjöti, en kom til innanlandssölu á
fyrra verðlagsári. Útlit er fyrir að það
takist og að allt kjöt af framleiðslu hausts-
ins 1970 verði uppselt þegar sláturtíðin
hefst á komandi hausti.
Útflutningur á dilkakjöti hefur að mestu
farið til sömu landa og oftast áður. Til
Bretlands voru fluttar um 853 smálestir af
dilkakjöti. Til Noregs voru fluttar um 600
lestir, til Svíþjóðar um 500 lestir, til Dan-
merkur 93 lestir, til Færeyja um 450 lestir
og afgangurinn til ýmissa landa, s. s.
Þýskalands, Sviss, Finnlands og örlitlar
prufur til Bandaríkjanna og Frakklands.
Nokkrar vonir stóðu til að hægt væri að
flytja nokkurt magn, um 20 smálestir, af
kældu dilkakjöti til Frakklands. Talsvert
var gert til þess að kynna sér allar aðstæð-
ur við flutning á kjöti þessu með flug-
vélum, en úr þessu varð þó ekki sökum
þess að ekki fékkst innflutningsleyfi í
Frakklandi, þrátt fyrir mikla eftirgangs-
muni. Urðu þetta talsverð vonbrigði þeim
sem að þessu máli unnu, en náin samvinna
var með Búvörudeild S. í. S. og Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins um það.
Af framleiðslu verðlagsársins 1970/1971
var, auk dilkakjötsins, flutt út smávægi-
legt magn, um 4 smálestir af ærkjöti til
Noregs. Þá var flutt út um 110 lestir af
lifur, 10 smálestir af nýrum og hjörtum,
um 20 lestir af sviðum, er fóru til Færeyja.
Ctflutningsbætur.
Á verðlagsárinu 1969/1970 varð heildar-
verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar kr.
3.321,463 millj. Samkvæmt þessu máttu út-
flutningsbæturnar vera krónur 332.146.300,
00 á framleiðslu þess verðlagsárs. Sú fjár-
hæð var notuð að fullu og auk þess greiddi
Framleiðsluráðið úr verðjöfnunarsjóðum
þeim, sem það hefur yfir að ráða kr. 5.491
þúsund krónur. Á kjötvörur var alls greitt
um 250 milljónir króna og á mjólkurvörur
um 84 milljónir.
Á sl. vori gerði Framleiðsluráðið áætlun
um útflutning landbúnaðarafurða á yfir-
standandi verðlagsári. Var þar gert ráð
fyrir að útflutningsbæturnar gætu orðið
fast að 400 milljónum króna, þar af um
167 milljónir á sauðfjárafurðir og 233 mill-
jónir króna á mjólkurvörur. Ekki er enn
vitað hvert verður hið endanlega verðmæti
allrar landbúnaðarframleiðslunnar á þessu
verðlagsári, en þó eru ekki líkur fyrir því
að framleiðslan verði metin minna en sem
nemur áðurgreindri tölu í útflutningsbæt-
ur.
Niðurgreiðslur á búvörum.
Á sl. hausti tók ríkisstjórnin ákvörðun um
að halda niðri kaupgjaldsvísitölunni með
auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði.
Stéttarsambandsstjórnin og framleiðsluráð
höfðu margsinnis farið fram á auknar nið-
urgreiðslur á smjör og raunar fleiri land-
búnaðarvörur, þannig að niðurgreiðslur-
nar fylgdu í hlutfalli við verðhækkanir.
Neyzlumjólk.
Niðurgreiðsla mjólkur hefur um langt
skeið verið fastur aurafjöldi á lítra seldrar
mjólkur, kr. 5,23. Þann 1. nóvember 1970
jók ríkisstjórnin niðurgreiðsluna í kr. 7,95
og síðan þann 1. des. í kr. 8,95 pr. ltr. Frá
1. maí var niðurgreiðslan svo enn hækkuð
8
F R E Y R