Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 15

Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 15
um 35 aura á lítra. Var þessi síðasttalda hækkun á niðurgreiðslunni gerð í sam- bandi við úrskurðaða hækkun á verðlags- grundvellinum um 2,42%, sem síðar verður að vikið. Þá var enn aukin niðurgreiðslan á mjólk- inni þann 1. júní 1971 um kr. 1,70 pr. lítra. Eftir 1. júní er niðurgreiðslan á mjólk í lausu máli því orðin kr. 11,00 pr. lítra, en útsöluverðið kr. 11,40. Auk þess kemur svo niðurgreiðsla á verði umbúða þeirrar mjólkur sem ekki er seld í lausu máli, er sú niðurgreiðsla 5 eða 10 aurar á lítra eftir tegundum. Rjómi. Þann 1. nóvember 1970 tók ríkisstjórnin upp niðurgreiðslu á rjóma, en rjómi hefur ekki verið greiddur niður síðan árið 1959. Niðurgreiðsla sú, sem nú var ákveðin, varð kr. 37,70 pr. seldan lítra, en hækkaði svo þann 1. maí í kr. 40,10. Skyr. Þann 1. desember 1970 hóf ríkisstjórnin einnig að greiða niður verð á skyri, en það hefur ekki verið greitt niður síðan 1959. Niðurgreiðsla sú, sem nú var ákveðin, var kr. 10,50 pr. selt kg., en var síðan hækkuð í kr. 11,00 frá 1. maí 1971. Smjör. Niðurgreiðsla á smjöri hefur um nokkurt skeið staðið óbreytt, kr. 99,60 pr. selt kg. Þann 17. nóvember 1970 hækkaði niður- greiðslan í kr. 204,60 pr. kg. og þann 1. maí hækkaði hún svo aftur í kr. 209,90. Ostur, 45%. Þann 1. desember 1970 var hafin niður- greiðsla á 45% feitum osti. Frá þeim degi var niðurgreiðslan ákveðin kr. 69,20 pr. kg. seldrar vöru. Þann 1. maí hækkaði sú nið- urgreiðsla í kr. 72,20. Ostur, 30%. Þann 1. desember var tekin upp niður- greiðsla á 30% feitum ostum. Nam sú nið- urgreiðsla kr. 36,40 pr. kg. seldrar vöru, en var síðan hækkuð 1. maí í kr. 38,60. Dilka- og geldfjárkjöt. Þann 1. desember var einnig aukin niður- greiðsla á kindakjöti. Niðurgreiðsla á dilka- og geldfjárkjöti var þó hækkuð úr kr. 23,70 pr. kg. í kr. 45,70 og síðan þann 1. maí 1971 í kr. 48,67. Auk þess kemur svo mánaðarleg hækkun á niðurgreiðsl- unni, vegna vaxta- og geymslukostnaðar kjötsins. Ær- og hrútakjöt. Á þeirri vörutegund var niðurgreiðslan einnig aukin frá og með 1. desember 1970, úr kr. 8,90 pr. kg. seldrar vöru í kr. 17,20 og síðan, þann 1. maí 1971 í kr. 18,38. Kartöflur. Þá var einnig tekin upp niðurgreiðsla á kartöflum. Hófst sú niðurgreiðsla þann 1. desember 1970 og var kr. 11,80 pr. kg. 1. og 2. flokks kartöflur, en 3. fl. var greiddur niður með kr. 7,50 pr. kg. Þessar niður- greiðslur á kartöflum eiga fyrst og fremst við kartöflur af íslenzkri framleiðslu, en ún entist að mestu út febrúar mánuð. Eftir það voru eingöngu seldar erlendar kartöfl- ur og var niðurgreiðslan á þær eitthvað lægri, en breytileg eftir innkaupsverði þeirra, en stefnt var að því að halda verði erlendu kartaflanna sama og niðurgreiddra kartaflna í 2. fl. Nokkur uggur var í mönnum út af svo miklum niðurgreiðslum á kartöflum og óttuðust stjórnvöld að misferli gæti átt sér stað, þegar svo miklar niðurgreiðslur væri að ræða á kartöflum. Því voru settar strangar reglur um móttöku hinna niður- greiddu kartaflna og sölu þeirra til ein- staklinga, einnig um allar skýrslur varð- andi birgðir, sölu og móttöku. Var um þess- ar reglur algjör samstaða milli Fram- F R E Y R 9

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.