Freyr - 01.01.1972, Page 20
FRIÐRIK PÁLMASON:
ÁHRIF KÖLKUNAR
Á TÚNRÆKT
og nýjar leiðir í áburðarleiðbeiningum
Friðrik Pálmason.
Kalk, mangan, gróðurfar og spretta.
Fjöldi kalktilrauna hefur aukist verulega
síðustu árin, og flestar kalktilraunanna
eru það nýjar, hafa aðeins staðið í nokkur
ár, að vafasamt er að draga miklar álykt-
anir af fyrirliggjandi niðurstöðum. Tvær
tilraunir hafa þó staðið allt frá árinu 1956,
önnur á Reykhólum, hin á Hvanneyri.
Prófaðar eru mismunandi stórir kalk-
skammtar á mýrarnýrækt, 0, 4, 8 og 12
tonn/ha. Niðurstöður þessara tilrauna hafa
áður verið raktar að nokkru,1 en öllu ýtar-
legra uppgjöri er fyrir nokkru lokið á
Reykhólatilrauninni og bíður það birt-
ingar.
Kalktilraunum hefur lengi verið sýndur
mikill áhugi, vegna þess, að kal í túnum
hefur meðal annars verið sett í samband
við einhæfa áburðarnotkun og þar af leið-
andi hugsanlegan kalkskort. Kjarninn er
eins og kunnugt er hreinn köfnunarefnis-
áburður, og því er að sjálfsögðu hugsan-
legt, að notkun Kjarna án kalks leiði til
þess að gengið sé á auðnýttasta hlutann
af kalsíumforða jarðvegsins. Líklegra er
að jafnvægi haldist í kalsíumbúskapnum,
ef kalkað er, eða þá notaður kalkammon-
saltpétur eða kalksaltpétur. Hins vegar er
jafnlíklegt og má benda á niðurstöður til-
rauna því til stuðnings að kalsíumlosun sé
nægileg úr meginforða jarðvegsins til þess
að réttlæta notkun hreins köfnunarefnis-
áburðar án kölkunar.
Óþarft er að leiða fleiri getum að því,
hverjar afleiðingarnar séu af notkun hreins
köfnunarefnsáburðar án kalks. Tilraunirn-
ar tala sínu máli, en niðurstöðurnar eru
þó ekki meir en svo afgerandi, að ákvörðun
um kalknotkun hlýtur að vera matsatriði
háð aðstæðum.
Áður en vikið er að niðurstöðum Reyk-
hólatilraunarinnar, er rétt að sjá hvað
niðurstöður umfangsmikilla og vandaðra
rannsókna Bjarna Guðleifssonar2 á orsök-
um kals, hafa að segja um kalsíum í jarð-
vegi og önnur efni í kölnu og ókölnu landi.
Bjarni kemst að þeirri niðurstöðu, að einu
næringarefnin, sem lítið geti talizt af í
þeim sýnishornum, sem rannsökuð voru,
séu fosfór og molybden. Ekki er vitað að
molybden takmarki grassprettu hérlendis,
en fosfór er mikill áhrifavaldur um
sprettu. Bjarni Guðleifsson telur að lítið
fosfórmagn geti hafa dregið úr kalþoli
gróðurs í rannsókninni, en leggur þó meiri
áherzlu á aðra þætti svo sem loftrými jarð-
vegs og fínnú drættina í legu landsins.
Minna var af umskiptanlegu kalsíum í kal-
blettum, en í ókölnu landi. Munurinn var
eins og í fleiri efnisþáttum of veigalítill
til þess að geta talizt meðal orsaka kal-
skemmda.
14
F R E Y R