Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1972, Side 24

Freyr - 01.01.1972, Side 24
Fra fyrsta happdrætti ..Bæntlurnir svara.“ Notarius punliltus Sigurður M. Helgason annast og lögskráir útdráttinn. Aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Sigtryggur Björnsson, Jón I»ór Jóhannsson, Gunnar Gunnarsson, Gísli Kristjánsson og Guðmunda Eyjólfsdóttir. Fjörutíu og fimm ára þjónusta við ísl. landbúnað í 45 ár hefur Samband íslenzkra Samvinnufélaga stundað verzlun með búvélar. Það var árið 1927 að grunnur var lagður að starfsemi Sambandsins á þessu sviði, en áður höfðu Búnaðarfélag íslands og Ræktunarfélag Norðurlands haft á hendi útvegun verkfæra fyrir landbúnaðinn. Eins og allir vita þá er saga vélaverzlunar Sambandsins og vélvæðingar landbúnaðar- ins svo nátengdar að þar verður ekki á milli greint. McCormick International traktorar og jarðvinnslutæki svo og ýmis konar heyvinnu- tæki, PZ sláttuvélar og snúningsvélar Priestman og þurrkun landsins, Alfa-Laval og fullkomin mjaltatækni, allt eru þetta nöfn, sem í huga hvers einasta bónda eiga sér eðlilegt og sjálfsagt samhengi, samhengi, sem er í ætt við orsök og afleiðingu og sem helgað er af góðri reynslu margra áratuga. Hér verður þessari upptalningu ekki lengur fram haldið. Það er hlutverk fylgiritsins Bændurnir svara að kynna íslenzkum bænd um þær vélar og tæki, sem Búvéladeild Sambandsins hefur til sölu. Einnig er það markmið með þessu fyrirspurnarformi að vekja áhuga bænda fyrir því að panta vara- hluti í tíma því það er bezta og öruggasta leiðin til að tryggja góða varahlutaþjón- ustu. 18 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.