Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 25

Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 25
Ástæða er til að hvetja bændur til að lesa þetta fylgirit gaumgæfilega og senda fyrir- spurnaformið til baka og mun lögð áherzla á að afgreiða mál bænda eins fljótt og mögulegt er. Breyttum búnaðarháttum fylgir oft ýmiskonar vandi, sem bóndinn verður á einhvern hátt að leysa. Margir bændur leita til Sambandsins með úrlausnir þegar þeim er nýr vandi á höndum og oft hefur Sambandið borið gæfu til að finna lausn, sem leysti vandann. Félagsverzlun bændanna Sambandið og kaupfélögin hefur átt því láni að fagna að hljóta umboð fyrir úrvals framleiðendur, sem ekki er nema eðlilegur hlutur þeim sem málið skoðar nánar. Ef erlendur framleiðandi vill selja sína vöru á íslandi þá athugar hann í fyrsta lagi hversu sterkt fyrirtækið er á markaðinum og eftir þá athugun verð- ur flestum aðilum ljóst, að það er einmitt Sambandið og kaupfélögin sem hefur lang bezta möguleikann á því að geta dreift vörunni á hagkvæman hátt og veitt nauðsyn- lega þjónustu til frambúðar. Það er ánægjulegt til þess að vita að ýmis þau viðskiptatengsl, sem til var stofnað í öndverðu, eru enn gædd því lífi og þeim traustleika sem er aðalsmerki hinna beztu fyr- irtækja. Þannig njóta þeir, sem í dag starfa að þessum málum, farsælla verka þeirra, sem fyrst lögðu hönd á plóginn. Um leið og þessa er minnzt með þakklæti strengja Sambandsstarfsmenn þess heit að slaka hvergi á í þjónustustarfi við íslenzkan landbúnað. Með ósk til allra okkar ágætu viðskiptavina og samstarfsmanna nær og fjær árs og friðar Fréttatilkynning til bænda frá búvéladeild Sam- bandsins v/ Bændurnir svara. VORWERK ALLT ÁRBÐ AUKINN ÞRIFNAÐUR — — ARÐMEIRI AFURÐIR Handhœg hirðingartœki fyrir nautgripi og hross Einkaumboð á íslandi: B. THORVALDSSON Umboðs- & HeiSdverzlun Pósthólf 548 — Símnefni BRYNTHOR Sími 38472 — Reykjavík F R E Y R 19

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.