Freyr - 01.01.1972, Page 26
Komvörur
og vörwverd
Fyrir 25 árum voru atvinnuvegir margra
þjóða í rústum eftir styrjöld, sem stóð í
meira en 5 ár. Um þær mundir og á árun-
um þar á eftir var víða þröng um öflun
matvæla og þar á meðal var kornvara af
skornum skammti, og í ýmsum hlutum
heimsins var hungursneyð, einkum þar,
sem kornvara er aðalfæða fólks.
En brátt var að því unnið af kappi að
auka eftirtekju korns, bæði með því að
brjóta lönd til kornræktar og með jurta-
kynbótum.
Ennfremur komu í gang umfangsmiklar
athafnir til þess að hindra ágang skordýra
og annarra meindýra og sveppa, sem jafn-
an gerðu stór spjöll og rýrðu eftirtekju
að miklum mun, bæði á ökrum og í geymsl-
um. í hinum svonefndu þróunarlöndum
hafa sílkar framfarir sumstaðar orðið feiki-
miklar og á síðasta áratugnum hefur þró-
unin orðið sérlega ör.
í vissum löndum hefur þó verið sérleg
viðleitni til þess að minnka akurlendi, sem
sáin voru hveiti, með tilliti til þess, að
þannig skyldi reynt að skapa jafnvægi
milli framleiðslu og eftirspurnar, en þá
voru birgðir hveitis orðnar svo gífurlegar,
að heilar rastir hveitis voru geymdar undir
berum himni, illa varðar gegn veðurfari
og ýmsu meinvætti. En slíkar birgðir hurfu
að mestu þegar samkomulag varð um að
senda mikið af þeim til vannærðra þjóða.
Síðan hefur blaðinu verið flett þannig, að
nú hafa aftur safnazt birgðir hveitis, svo
að á ýmsum tímum og einkum við söfnun
nýrrar uppskeru er hveiti stundum selt á
verði, er liggur talsvert lægra en hið
skráða heimsmarkaðsverð.
Náttúrlega eru það þá ekki beztu flokkar
vörunnar, sem völ er á, enda hafa ekki
allar tegundir jafn mikið geymsluþol. Þró-
unin hefur verið sú, nú á síðari árum, að
uppskerumagn hveitis í heiminum hefur
stóraukizt. Þrátt fyrir minnkandi hveiti-
akra í U.S.A. og Argentínu vex uppskeran
í heiminum enn.
Þess má geta sérstaklega, að meðal Efna-
hagsbandalagsþjóða Evrópu hefur ekki
verið farið inn á þá braut að minnka fram-
leiðslu hveitis og í vissum löndum Norð-
ur-Evrópu hefur framleiðslan verið langt
fram yfir þarfir heimaþjóða. Þannig hafa
Svíar nú ár eftir ár getað fargað miklu
magni og m. a. séð Norðmönnum fyrir
hveiti, en Norðmenn eru hættir að fram-
leiða manneldiskorn, það þykir ekki hag-
kvæmt, að þeirra eigin sögn, þeir framleiða
heldur bygg og hafra til fóðurs. Sem dæmi
um aukningu eftirtekju má nefna, að í
ýmsum þróunarlöndum er uppskera af
hverri flatareiningu nú margföld við það,
er áður gerðist. Meira að segja þar sem
ræktunarmenning var öflug fyrir 25 árum
hefur einnig orðið stór-framför. Svíar t. d.
fengu að jafnaði svo sem 30—40 tunnur
korns af ha fyrir aldarfjórðungi en nú
þykir ósköp hversdagslegt að fá 70—80
tunnur hveitis af ha á aðal-kornyrkju-
svæðum þar í landi.
Álíka sögu er að segja um framleiðslu
annarrar aðalkornvöru til manneldis í
heiminum, það eru hrísgrjónin. Þau eru
ræktuð í hitabeltislöndum og heittempr-
uðum beltum hnattarins, en mest og lang-
mest í Austurlöndum. Margar þær þjóðir,
sem einatt sultu heilu hungri, vegna upp-
skerubrests á hrísgrjónum, hafa nú gnægð-
ir af þessari kornvöru og flytja hana úr
landi. Svo góðum tökum hafa umræddar
þjóðir náð í því að tileinka sér þær ör-
yggisráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til
að tryggja uppskeruna. Tæknin hefur léð
þeim búnað til að tryggja vatnsmagn,
20
F R E Y R