Freyr - 01.01.1972, Page 30
vegna, leggja þær verksmiðjur, sem fram-
leiða vönduðustu vöruna, áherzlu á merk-
ingu hennar. Hins vegar gengur það sitt
á hvað með verzlanir, er selja leirvöru og
postulín. Þær hafa það til sumar að gera
lítið úr mismun vöru og verðs þegar við-
skiptavinurinn á í hlut. Stundum er það
ef til vill svo, að verzlunarfólkið hefur
enga þekkingu á hlutunum, diskur er disk-
ur og bolli er bolli, frá þessu sjónarmiði og
fjöldi kaupenda meðal almennings er einn-
ig sama sinnis. Þess vegna er svo auðvelt
að hafa lítinn verðmismun á umræddum
vörum.
Þær verksmiðjur, sem leggja allt kapp
á að gera vandaða vöru, setja heiður sinn
og metnað í merkinguna og með greinilegu
framleiðanda- og gæðamerki er auðvelt að
gera sér grein fyrir að hlutaðeigandi fram-
leiðanda er það kappsmál, að kaupandi viti
hvaðan varan er komin. Hins vegar eru til,
á botni leirhluta, merki, sem víst eru auð-
kenni, en með engu móti verða greind né
lesin hvað þýða og þau eru raunar hið
sama og ekkert auðkenni.
Skrautmunir.
Víst er ánægjulegt að horfa á vel gerða
skreytingu á postulíni. Frá upphafi vega
er það alþekkt, að börn hafa gleði af mynd-
um og hvers konar skrauti á matarílátum
þeirra, diskum og bollum, og það hefur
jafnan þótt lystaukandi meðal barnanna að
segja þeim sögur um myndirnar ef litirnir
einir og skoðun þeirra er ekki nóg til lyst-
arauka. Ýmsum er einnig svo farið að sér-
stakar kenndir vakna í hugum þeirra þegar
þeir skyndilega sjá á ný, stundum eftir
margra ára fjarvist, diska eða bolla með
sömu myndunum — sama skrautinu — og
var á matarílátum þeirra á æskuskeiði.
Meðal annars vegna þessa gera ýmsar
24
F R E Y R