Freyr - 01.01.1972, Page 31
verksmiðjur það að reglu, að breyta til um
skraut og skreytingu frá einu skeiði til
annars.
Við sjáum gömul mynstur skyndilega
komna á vettvang, eftir langa fjarrvist
þeirra.
Flestum er svo farið, að vilja ekki nota
vönduðustu matarílátin, diskana eða boll-
ana, nema við hátíðleg tækifæri, en hvers-
dagslega bara lakari gerðir, sem auðvitað
eru jafn nothæfar en þola daglegt hnjask
miklu lakar. Þegar vandaða varan er svo
tekin fram og lögð á borð, færist jafnan
hátíðablær í umhverfið, stundum hljóð-
lega, stundum með gleðihljómum, ekki
sízt þar sem börn eru í heimili, já jafnvel
aldraða fólkið kemst í gott skap við að sjá
nýtt mynstur á borðum, er minnir á æsku
eða löngu liðna tíma.
Gamla postulínið.
Nú er þess ekki að dyljazt, að jafnvel hin
ágætasta vara eldist og fyrnist, enda þótt
hún sé notuð aðeins við og við. Bezta
varan þolir að eldast, en hins er líka vert
að minnast, að aldurinn gerir sitt til að
vissar gerðir postulíns verða stökkar því
eldri sem þær verða. Meðal annars með
tilliti til þess er sjálfsagt að handleika gam-
alt postulín ævinlega með gætni. Það er
til dæmis fráleitt, að setja það í uppþvott
í uppþvottavélar nútímans, heldur skal
hafa það milli handa og handleika með
varúð. Komi skörð í kanta, og ef af því
nuddast eða mást gylltir jaðrar eða aðrir
litir á skreytingunni, þá er skartgripur
orðinn allt annað en fagur, jafnvel þótt
nothæfnin sé lítt eða ekki skert. Þess er
alltaf vert að minnast, að þar sem gull-
bryddingar eða gyllt skreyting er á borð-
búnaði, er gullið lagt á eftir brennslu og
nuddast þess vegna auðveldlega af og getur
losnað smátt og smátt við notkun sterkra
ræstiefna.
Þrátt fyrir þetta er eðlilegt ag sjálfsagt
að nota gamla og skrautlega borðbúnaðinn
við og við, hann flytur alltaf með sér há-
tíðablæ og gleður augað og tilfinninguna
fyrir tilverunni.
Jafnframt er sjálfsagt að minnast þess,
að í allri meðferð er eðlilegt að handleika
þessa gömlu hluti með varúð og virðingu,
— með varúð vegna þess, að gamlir hlutir
verða brothættari með aldrinum — og
virðingu vegna þess, að gömlu munirnir
eiga sína sögu í samleið með gengnum ætt-
liðum og fá því aukið verðgildi með aldr-
inum.
Leirmunir og blýmengun.
Þótt það sé önnur hlið málsins að ræða
um hættur í sambandi við borðbúnað, er
rétt og sjálfsagt að geta þess, að úr ýmsum
áttum er auðvelt að afla borðbúnaðar og
búshluta, sem eru mengaðir af blýi svo að
eitrun getur af hlotizt. Þetta geta verið
fagrir gripir en því miður stórhættulegir.
Með auknum ferðum Norðurlandabúa til
Miðjarðarhafssvæðanna, hefur það hvað
eftir annað komið á daginn, að fólk hefur
keypt og flutt með sér heim fagra muni
úr leir, sem valdið hafa eitrunum, af því
að blýmengun hefur átt sér stað, í hlutun-
um hefur verið svo mikið blý, að heilsu-
tjón hefur af hlotizt. Matarílát, sem gerð
eru úr leir af einu eða öðru tagi, geta
verið stórhættuleg, enda hefur það sýnt
sig, og hættan er sérlega mikil þegar sýru-
myndandi efni eru varðveitt í slíkum í-
látum. í Svíaríki og víðar eru varðúðar-
reglur samþykktar um, að í hæsta lagi 3
mg blý megi vera í hverjum lítra upp-
lausnar, sem notuð er til matargerðar. í
leirskál, sem keypt var á Spáni og flutt
heim til Skandinavíu, hefur komið fyrir,
að um 350 mg blý hefur fundist í upplausn
þess vökva, er geymdur var í umræddri
skál. Slíkt magn er lífshættulegt eitur.
Auðvitað þarf einstaklingurinn ekki að
ferðast til Miðjarðarhafslanda til þess að
eiga á hættu að kaupa blýeitraða vöru.
Innkaupaaðiljar hljóta að standa þar vörð
og bægja hættunni frá og forðast að hafa
slíka mengaða vöru á markaði.
F R E Y R
25