Freyr - 01.01.1972, Qupperneq 32
Vöxtulegt lerki- og furuskjólbelti við gróðrarstöðina á Hallormsstað, en víða í Hallormsstaðaskógi eru
barrtré nú frá 10—13 m á hæð. Ljósm.: Hákon Bjarnason.
ráðuneytinu í Moskvu, en undir Grave
heyra 17 sérstofnanir á sviði skógræktar.
Á blaðamannafundi er Skógrækt ríkisins
boðaði til, skömmu áður en þeir félagar
kvöddu landið, upplýsti skógræktarstjóri
Hákon Bjarnason, að þeir Atrokhin og
Grave hefðu hingað komið til að kynna
sér íslenzk skógræktarmál, og ekki síst til
að kanna þarfir Skógræktar ríkisins á sviði
fræmála á komandi árum. Skógræktar-
stjóri benti á, að mörg undanfarin ár hefði
Skógrækt ríkisins fengið lerki frá Sovét-
ríkjunum, og það sem gert yrði í framtíð-
inni ylti mikið á því að hægt væri að fá
öruggt og gott fræ. Taldi skógræktarstjóri
því mjög þýðingarmikið fyrir skógræktar-
menn hér að fá þessa menn í heimsókn.
Atrokhin upplýsti því næst, að á undan-
förnum árum hefðu verið góð tengsl og
samstarf á milli skógræktarmanna hér og
Skógræktarmenn
í heimsókn
í byrjun október voru hér í heimsókn á
vegum skógræktar ríkisins tveir sovéskir
skógræktarmenn V. G. Atrokhin og N. P.
Grave. Atrokhin fæstviðrannsóknastörf og
veitir forstöðu þeirri deild á vegum skóg-
ræktar í Sovétríkjunum, sem sér um nytj-
un og umhirðu skóga, enda er hann sér-
fræðingur í þeirri grein og annast kennslu í
henni við skógræktardeild Moskvuháskóla.
N. P. Grave gegnir störfum í skógræktar-
26
F R E Y R