Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1975, Qupperneq 9

Freyr - 01.08.1975, Qupperneq 9
Sé litið á tölurnar yfir fóðuröflun í töflu á síðu ???, er auðsætt að á Vesturlandi og Vestfjörðum og Reykjanesumdæmi, hefur fóðurfengurinn verið mjög ámóta og und- anfarin tvö ár. Um vestanvert Norðurland lítisháttar minni, en á austanverðu Norður- landi, Austurlandi og einkum sunnanlands dálítið minni en næstu tvö árin á undan. Þetta á við um fóðurmagnið mælt í rúm- metrum, en aðallega var það sunnanlands, sem fóðurgildið var nokkru minna en áður og þá einkum í vissum hreppum. Arin 1972 og 1973 var magn þurrar töðu um Suður- land rétt rúmlega 1 milljón m3 hvort árið, en 1974 aðeins 919 þúsund m3. Þetta er 11% minna magn, eftir rúmmáli en rýrnun í fóðurgildi nam minnu. Hinsvegar voru vissir hreppar á svæðinu miklu harðar úti en þessar tölur segja. * * * Öftustu dálkar töflunnar varða ekki fóður né búfé, en sýna þó afurðir frá búskap bænda. Dálkurinn, sem greinir frá kartöfluupp- skerunni sýnir, að þá varð uppskeran því nær jafn mikil og tvö næstu árin á undan, öfstustu dálkarnir sýna, að rófumagnið er miklu minni sveiflum háð. Þessar tölur segja ennfremur, að af 134 þúsund tunnum kartaflna ársins voru 84 þúsund fengnar úr mold og söndum Rangæinga. Og svo er eftirtektarvert, að á Norðurlandi vestra var eftirtekja kartaflna aðeins 260 tunnur og um Vestfirði 460 tunnur. Yfirgnæfandi meiri hluti rófnauppskerunnar er fram- leiddur í Árnessýslu. * * * Að lokum er svo viðeigandi að benda á, að tölurnar í töflum þessum eru að uppruna frá bændunum sjálfum komnar og skýrslu- færðar af forðagæslumönnum, en endur- skoðun og sameining til færslu í töflur er ávöxtur af samstarfi Forðagæslu Búnaðar- félags íslands og Hagstofu íslands. Þær birtast fyrst í Hagtíðindum, en sundurliðun eftir hreppum kemur seinna í Búnaðar- skýrslunum, sem Hagstofan sendir á prent þegar ástæður leyfa. Að endingu er svo vert að minna á, að starf forðagæslumanna og bænda í félagi, við talningu og mælingu á haustnóttum, er raunar undirstaða þess, að unnt sé að meta sem nákvæmast þarfir einstakra bænda og einstakra sveitarfélaga fyrir fóður á kom- andi vetri, þá miðað við stærð áhafna og líklega framleiðslu. Fyrst og fremst er auð- velt að reikna viðhaldsfóður búfjárins en þar að auki þarf fóður til þess að framleiða afurðirnar, hvort sem um ræðir mjólk frá degi til dags eða aukningu þunga þess, sem sauðkindin verður að bæta við vegna fóst- urmyndunar og til þess að veita lambinu næringu, og þess er stundum þörf á meðan féð er enn fóðrað með heyi frá síðasta sumri. Hrossin þurfa aðallega viðhaldsfóð- ur því að notkun þeirra er hverfandi nú um stundir að vetrinum. Fóðurbirgðir á hverjum bæ og í hverri sveit á haustnóttum og til samanburðar fóðurþörfin, áætluð handa bústofninum, segir til um hvernig ástæðurnar eru í fóð- urefnum og hve miklu þarf við að bæta til þess að skapa öryggi í fóðrunarmálum. Hér erurn við hjá hornsteini hinum mik- ilvœgasta til öryggis í búskapnum — í framleiðslu og í afkomu efnahagsmála bœnda. G. F R E Y R 305

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.