Freyr - 01.08.1975, Síða 23
gengið of langt sums staðar. Jafnvel sjálft Nóbelsskáldið hefur gengið
fram fyrir skjöldu til verndar mýrunum.
Votlendisverndarskrá.
Hið opinbera Náttúruverndarráð hefur í samvinnu við áhugamanna-
félög látið gera frumkönnun á helstu votlendissvæðum landsins, og
árangur hennar er svonefnd votlendisskrá eða skrá um votlendisvernd-
arsvæði, sem birt var nýlega í ,,Votlendisbók“ Landverndar. í skrána eru
ekki einungis tekin mýrasvæði heldur og ýmis strandsvæði, svo sem
leirur, fitjar og eyjasvæði. Svæðunum er skipt í þrjá aðalflokka eftir
mikilvægi þeirra, einkum fyrir fuglalífið.
í A-flokki eru votlendissvæði, sem hafa mjög mikla þýðingu á lands-
mælikvarða og jafnvel heimsmælikvarða, enda talið fullvíst, að þau séu
óþætanleg. „Mælt er með því, að þau njóti forgangs um friðun og allir
náttúruverndarmenn taki höndum saman um að vinna að raunhæfum
aðgerðum til að tryggja verndun þeirra“. „Yfirleitt virðist ekki koma til
mála, að leyfa þar starfsemi, sem ekki samræmist varanlegri vernd
þeirra.“
VOTL.ENDIS
A-flokkur.
Votlendis-
skrár.
í þessum flokki eru 28 svæði, sem sýnd eru á meðfylgjandi korti,
og fer skrá um þau hér á eftir. (Númerin vísa til talna á kortinu).
1. Ferjubakkaflói—Hólmavað í Mýrasýslu. (Flóar og flæðilönd).
2. Borgarfjörður (ytri hlutinn). Grunnsævi).
3. Hjörsey—Straumfjörður. (Grunnsævi, fjörur og eyjar).
4. Löngufjörur við Faxaflóa. (Leirur, sandfjörur, eyjar, sker og mýr-
lendi).
5. Vatn við Hofgarða í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
6. Breiðafjörður, innri hlutinn. (Grunnsævi, fjörur, eyjar o. s. frv.).
7. Borgarskógar og Borgarmýrar við Sjávarborg í Skagafirði. (Flæði-
mýrar, flóar, stöðuvötn).
8. Friðland Svarfdæla í neðanverðum Svarfaðardal. (Árbakkar og
hólmar, flæðiengjar. Friðlýst 1972).
9. Eyjafjarðarárhólmar við Akureyri. (Leirur, hólmar, flæður, kvíslar
o. fl.).
F R E Y R
319