Freyr - 01.08.1975, Side 22
HELGI HALLGRÍMSSON:
náttúrufræðingur, Víkurbakka.
Sú var tíðin, að íslendingar sóttu meginhluta af heyfeng sínum í mýr-
arnar. Mýraengjar voru að vísu mjög mismunandi arðgæfar og mismun-
andi auðveldar í nýtingu. Mestan heyfeng gáfu flæðimýrarnar (einnig
nefndar flæður, flóð, flögur, slý o. fl.), sem oft voru á við bestu tún,
enda óbrigðular í flestum árum og því mjög eftirsóttar. Þóttu það mikil
hlunnindi að eiga ítök í slíkum engjum.
Víða var eldsneyti sótt í mýrarnar í formi mós eða svarðar, og bygg-
ingarefni torfbæjanna var að mestu þaðan runnið svo og reiðingur á
áburðarhesta. í eina tíð var og þangað sóttur mýrarauði til járngerðar,
og jafnvel til blekgerðar voru mýraefnin ómissandi.
Á síðasta fjórðungi 19. aldar voru mjög víða gerðar áveitur á mýrar,
sem oft gáfu góða raun. Mýrarnar sléttuðust við áveituna, mosi minnk-
aði og stargróður jókst svo og frjósemi mýranna yfir höfuð, svo að
þær urðu betra heyskaparland.
VERNDUN
Þrátt fyrir þessa miklu nýtingu héldust mýrarnar óbreyttar að mestu
leyti, þótt sjálfsagt hafi nýtingin sett mark sitt á gróðurfarið. Þær gátu
því stöðugt verið fæðu- og dvalarstaðir fugla og annarra dýra, sem
þangað leituðu, ásamt manninum.
Um 1930 hefst framræsla mýranna með stórvirkum vinnuvélum, sem
varað hefur allt til þessa. Miklum hluta mýranna hefur verið breytt í tún.
Þannig urðu mýrarnar undirstaða véltæknibúskapar á íslandi og hey-
forðabúr í nýjum stíl.
Eftir framræslu er mýrin hins vegar ekki lengur mýri heldur eins
konar þurrlendi. Einhæfur túngróður hefur komið í stað hins fjölbreytta
gróðurs mýranna, og lífsskilyrði dýranna hafa að sjálfsögðu gerbreyst.
Ljóst er, að ýmsir fuglar eiga í vök að verjast af þessum sökum, eink-
um þó í þeim héruðum, þar sem framræslan er komin lengst á veg.
Ýmsir náttúrufræðingar og áhugamenn um náttúruvernd hafa lýst
áhyggjum sínum yfir þessari þróun, sem þeir telja, að hafi þegar
318
F R E Y R