Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1975, Qupperneq 14

Freyr - 01.08.1975, Qupperneq 14
uppskerumagn verið æði misjafnt eins og vænta má á þetta löngum tíma. Við ná- kvæma athugun hefur reyndin orðið sú, að 7 sumur af hverjum 10 hafi bygg- og hafraafbrigði gefið góða þroskun og upp- skeru. Uppskera af byggi í verstu sumrum hefur verið 8—10 tunnur á 100 kg, en í meðalsumrum og betri 18—30 tunnur, ef vel hefur tekist með framkvæmd ræktunar vor og haust. Mætti því ætla, að kornrækt af bestu afbrigðum byggs og hafra hefði náð útbreiðslu í ræktunarríki bænda, en svo hefur ekki orðið, og stafar það m. a. af heldur kólnandi veðurfari síðasta ára- tug. Það virðist mér vera staðreynd eftir 52 ára tilraunir, að víða geti byggrækt, og sums staðar hafrarækt, til þroskunar átt fullan rétt á sér og gefið kornuppskeru í 7 sumur af hverjum 10, en 3 árin gefið verðmætt gras, þegar skriðtími kornaf- brigðanna verður ekki fyrr en í júlílok eða byrjaðan ágúst. Kornárin mætti því kalla gullár en grasár kornræktar silfurár. Með því að hafa enga kornyrkju fæst ekki mjöl af eigin akri, og í þessu efni tapast meðal- sumur og betri frá því að gera íslenska jarðrækt færa í framleiðslu þess fóðurbæt- is, sem kaupa verður erlendis frá. Eftir rúmlega hálfa öld hefur margt áunnist, m. a. þekking á, hvernig haga þarf íslenskri kornyrkju, um afbrigðaval, sáðtíma, sáð- magn, áburð og síðast en ekki síst „rækt- unarröð“ eða sáðskipti. Að sá þekktum og reyndum kornafbrigðum í haustplægðan jarðveg snemma vors er að mínu viti engin áhætta. Ef vel sumrar, fæst korn af eigin akri, en ef sumarið er kalt, fæst full upp- skera af korngresi, sem getur verið ágætis fóður fyrir þann búpening, sem er á búi bóndans. í kalárum túnanna gæti slíkur ræktunarvarasjóður komið sér vel, því sanna má, að kornræktin gengur á snið við kalið, ef gætt er þess að sá aldrei í for- blauta jörð en þvalþurra. Það var árið 1940, að ég hóf kornyrkjutilraunir á örfoka eyðisandi Rangárvalla vestan Eystri-Rang- ár, og hélt ég þeim tilraunum áfram til 1966, næstum óslitið í 27 sumur. Sáðtími var missnemma vors og oft uppskorið seinna en æskilegt hefði verið, en rann- sóknir á korni því, sem þroskaðist á sand- inum, sýndu meiri kornþunga en sömu korntegundir þroskaðar á Sámsstöðum, og var oftast svo, að bygg, 6-raða, og hafra- tegundir þurftu 7—10 dögum skemmri tíma til að ná heldur betri kornþyngd en á mýra- og móajörð Sámsstaða. Til þess að fá betri og áreiðanlegri sönnun um hæfni sandjarðvegs til að þroska korntegundir hóf ég tilraunir með 6 hafraafbrigði, 4 af- brigði af 6-raða byggi og 4 afbrigði tvíraða á sandjörð vestan Eystri-Rangár, og á leir- móajörð Kornvalla. Markmið þessara til- rauna var að fá vitneskju um gæði ofan- ritaðra kornafbrigða á þessum tveim jarð- vegstegundum og láta vaxtartíma, þ. e. frá sáningu til uppskerudags vera jafnlangan á báðum stöðum og eftir tegundum korns. Þessum tilraunum var lokið haustið 1972, og að loknum rannsóknum á þúsund- kornaþyngd og grómagni hef ég unnið eft- irfarandi skýrslu um árangur þann, er fengist hefur. Ræktun og rannsóknir. Til þess að fá sem bestan og öruggastan samanburð á gæðum korns, þroskuðu á sandi og móajörð, var sáð 6 afbrigðum af höfrum, 4 afbrigðum 6-raða byggs og 4 afbrigðum 2-raða byggs. Sáð var síðast í apríl og fyrst í maí vorin 1968 til 1972, eða í 5 vor, og á sama tíma á báðum stöðum, einnig uppskorið sama dag að haustinu eins og eftirfarandi töflur sýna. Engir samreitir hafðir en reitastærð fyrir hvert afbrigði korns 1x7 m eða 7 m2. í reitina var raðsáð á báðum stöðum og 25 cm bil milli raða. Útsæðismagn um 180 kg á ha og íslenskt ræktað nema fyrsta árið fyrir hafra og 2-raða bygg, þá erlent útsæði. Uppskeru- magn ekki vigtað eða metið, en kornstöng- in skorin með sigð og bundin í bindi. Fyrst voru kornbindin þurrkuð á girðingu trjá- garðsins á Kornvöllum, og þegar þurrkun 310 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.