Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 9
Allur heyskapur héfur gjörbreyst. Gömlu amboðin, orf og hrífa, með öllu aflögð, og heyskapur á útengjum nær enginn orðinn. í ellefu aldir voru sömu engja- spildurnar slegnar, sumar árlega, aarar annað hvert ár. Af sprettu þeirra má marka hvað landið gefur án áburðar. Páll telur að þaS sé um 18.2 hestar af hektara í meðalári miðað við bestu tún- stæðin. brögSin, einkum við dreifingu áburðarins, fremur en að peðra honum á allar slægjur. En hvernig á nú að finna, hvað mikið köfnunarefni er í þessum áburði, sem taðan og 43% af útheyinu gefa af sér? Meðal- áburður á fyrri hluta aldarinnar var 15 tonn á hektara, eftir því sem Torfi í Óiafsdal, Sigurður Sigurðsson og Guðmundur á Hvanneyri töldu. Ef nú 0.3% af þessum áburði er nýtanlegt köfnunarefni, tii jafns við köfnunarefni í tilbúnum áburði, gerir þetta 45 kg köfnunarefnis á hektara. En heyið, sem myndaði þennan áburð árin 1901—1920, var um 45 hkg á hektara, taðan -j- 43% útheysins. Af þessu má leiða regl- una: Fyrir hvert hkg/ha af heygjöf fæst 1 kg á hvern hektara af nýtanlegu köfnunarefni í búfjáráburði. Hér þarf enn að gæta að einu. Þessi áburður kemur auðvitað ekki að notum fyrr en árið eftir, að heysins er aflað, og svo er þetta seinvirkari áburður en tilbúni áburð- urinn. Með hliðsjón af áburðartilraunum á seinni árum geri ég ráð fyrir þessari sein- virkni með því að telja búfjáráburð hvers árs í hlutfalli við vegið meðaltal af heyfeng síðustu ára, og er þá átt við töðuna og 43% útheysins. Vægi síðasta árs er mest, vægi þess næstsíðasta 5/7 af því, en vægi næsta árs á undan 5/7 af vægi þess næstsíðasta, og þannig áfram. Þetta vegna meðaltal fyrir árið 1901 varð að nokkru að áætla eftir loftslagi næstu ára á undan, en eftir það er hægt að reikna köfnunarefnið í búfjárá- burðinum á hverju ári. Til þess að finna samanlagðan áburð á hvern hektara túnanna hvert ár er nú ein- faldlega bætt við þetta köfnunarefni úr bú- fjáráburði því, sem fæst úr tilbúna áburð- inum. Formúla til að áætla töðufeng. Ef gert er ráð fyrir, að töðufall hvers árs sé aðeins háð lofthita og áburði, má tákna það stærð- fræðilega þannig: — 0.00051 N2) t = (0.169 + 0.2814 S — 0.02 S2) (18.2 + 0.2806 N F R E Y R 253

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.