Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 33

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 33
Bréf f rá bændum „Hvaða kjaftæði er nú petta? Er petta nú eitthvað nýtt?” segir hann Arni Tryggvason við Bessa „Hvaða kjaftæði er nú þetta? Er þetta nú eitthvað nýtt?“ (segir hann Árni Tryggvason við Bessa). Sama varð mér til orða, er ég leit framtal eins sveitunga míns og sá, að hann hafði ætlað konu sinni heldur lítinn hluta í öflun nettótekna búsins, en mér fannst henni bera annað. Ég símaði til bóndans og spurði, hverju sætti og það að nýloknu kvennaári. Hann svaraði því til, að hann hefði farið nákvæmlega eftir því, sem stæði í Frey, ekki þorað annað, haldið, að þetta væri eitthvað nýtt, sem sagt að ætla til frádráttar vegna vinnuframlags konunnar 10% af nettótekjum búsins, sem þýðir, að vinnuframlag henn- ar til öflunar tekna búsins hafi verið 20%, en af því er frádráttarbært samkvæmt lögum 50% sem af launa- tekjum annarra eiginkvenna. Við bændur tökum að vonum mikið tillit til þess, sem stendur í okkar búnaðarblaði, og væntum þess, að á þeim leiðbeiningum, sem það færir okkur, megi byggja, sem mestu leyti réttum. Nú var það svo, að blaðið hafði tekið upþ leiðbein- ingar um gerð skattframtals bónda, og eru þessar leið- beiningar í 3. og 4. hefti blaðsins 1976. Ég tel mjög þakkar- og virðingarvert að taka þetta upp og auðvelda bændum þannig framtalsgerðina. Ég hefði kosið, fyrst að þessu var horfið, að þá hefði útfylling á 2. síðu aðal- framtals verið fyllri, til dæmis að allir liðir hefðu verið útfylltir, til þess að við mættum sjá, hvað mætti og hvað ætti að vera þar, ef fyrir hendi væri. Vona ég, að svo megi verða síðar. Nú gefur ríkisskattstjóri út leiðbeiningar um gerð skattframtals einstaklinga í byrjun árs, sem eru mjög greinargóðar og vafalaust til mikilla bóta. Einnig sendir hann umboðsmönnum skattstjóra mun fyllri greinargerð um framtal við hver áramót með áorðnum breytingum, en aldrei er ofmikið af slíkum kynningum gert, þetta er svo þýðingarmikið mál. Tilgangur þessa bréfs er sá að þakka þessa leiðbein- ingarviðleitni Freys í skattamálum, sem ég vona, að verði F R E Y R 277

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.