Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 32

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 32
áhætta. Það hæfði ekki skaplyndi hans að doka við og sjá, hvernig öðrum reiddi af, væri um torleiði sótt. Þetta var upplaust ein af forsendum þess, hve sveitungar hans völdu hann þrátt til forustu. Páll var ágætlega máli farinn, átti létt með að koma skoðunum sínum til skila, flutti mál sitt hátt og snjallt og færðist í aukana, ef með þurfti. Og það var eins og honum hæfði betur að tala til margra 1 senn en ræða við einn og einn, þó góður væri hann viðræðu. í þessu efni verður hann okkur sveitungunum minnistæðastur, þegar hann stóð upp á mannfagnaðarsam- komum og flutti ávörp, lítt undirbúinn, að ég hygg, enda brást honum víst aldrei að treysta á staðinn og stundina. Við slík tæki- færi var honum að jafnaði efst í huga að benda á kosti okkar byggðar, vekja trú á þeim og hvetja til samstöðu um framfara- málin. Þá var Páll í essinu sínu, og þegar best lét, hófst ræða hans upp og fór með rjáfrum. Og hafi einhver sagt: „Vopnafirði allt“, þá er langtrúlegast, að það hafi verið Páll á Refsstað. Það leiðir af framansögðu, að á hann leitaði aldrei hin örlagaríka vopnfirska spurning: Hvort á ég að vera eða fara? Enn síður að hann legði hana fyrir sig í alvöru. Við hana hefur þó margur glímt í byggð, sem á það meðal efnis í óskráða sögu sína að hafa á tveimur áratugum séð á eftir jafngildi allrar íbúatölu sinnar til fjarlægrar heimsálfu. Þó að þetta væri bylgjan, sem flesta hreif með sér, hefur út- sogið verið linnulaust fram á síðustu ár, þótt breytt væri um áfangastaði. Það orkar ekki tvímælis, að Vopnafjarðarbyggð á þeim mestar þakkir að gjalda, sem staðið hafa báðum fótum jafn fast á foldu, í blíðu og þó allra helst í stríðu. í þeim hópi var Páll á Refsstað ólíklegastur til að hvika. Hann dreif sig burt, hefur lengi verið lifandi orðskviður í okkar byggð og af mörgum talinn öruggur manndómsvottur. Svo er fyrir að þakka, að margur sveitung- inn hefur unnið sér nafn og sína yfirskrift, að verðugu, fjarri heimaslóð. Samt eru það þeir, er líkt og Páll á Refsstað ræktu sína heimabyggð, sem sköpum skipta fyrir byggðarlagið. Án þeirra væri hér ekkert mannlíf. Kostur eða galli? Um það stendur raunar mjög alvarleg deila um þessar mundir. Páll á Refsstað var hestamaður ágætur og átti fyrrum gæðinga í fremstu röð. Síð- ustu búskaparárin hafði hann sauðfjár- og kúabú. En fyrst og fremst var Páll fjár- bóndi af lífi og sál og naut þess framar flestum öðrum að eiga og hirða stóra hjörð. Um fimmtugsaldur varð Páll fyrir alvar- legu slysi á dráttarvél, svo að um tíma var jafnvel tvísýnt um líf hans. Samt komst hann til allgóðrar heilsu en gekk þó aldrei heill til skógar eftir það. Árið 1970 hætti Páll búskap. Þá tóku tveir yngstu synir hans við búinu og reka það í félagi með þeim ágætum, að athygli vekur. Það má því segja með réttu, að Páli auðnaðist að skilja vel við á Refsstað. Páll var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Svava Víglundsdóttir frá Hauksstöðum og eru börn þeirra fjögur. Seinni kona hans var Sigríður Þórðardóttir frá Ljósalandi og lifir hún mann sinn. Einnig þeirra börn eru fjögur. Seinustu árin átti Páll við vaxandi van- heilsu að stríða. Dvaldi þó jafnan heima á Refsstað í öruggri umsjá Sigríðar konu sinnar, þar til síðustu vikurnar, er hann helsjúkur beið úrslitanna á sjúkrahúsi. Þar lést hann 11. júní 1975 og var jarðaður á Hofi 20. s. m. að viðstöddu fjölmenni, sem að lokinni athöfn naut kunnrar risnu heim- ilisins á Refsstað. Það fer ekki á milli mála, að við fráfall Páls á Refsstað finnst okkur sem byggðin hafi misst áberandi drátt úr svipmóti sínu. En það er bót í máli, að móðir okkar, Saga, geymir hann, hvort heldur skráð eða ó- skráð. Helgi Þórðarson. Ljósalandi. Vopnafirði. F R E Y R 276

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.