Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 6

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 6
Alllangt er síðan ég fór að velta fyrir mér samhengi grassprettu, hitafars og áburðar. Fyrstu niðurstöður birtust í Veðrinu 1966. Þær vöktu nokkurn áhuga á þessu efni, ekki síst af því, að þá var einmitt að hefjast kuldaskeið á landinu, kalárin svonefndu. En þessi fyrsta tilraun var ófullkomin að ýmsu leyti, einkum af því að athuganirnar voru að langmestum hluta byggðar á reynslunni af mjög mildu og jafnhlýju tíma- bili, 1931—1960. Á seinasta ári hef ég endurskoðað þessa rannsókn og bætt við hana með því að at- huga skýrslur um heyfeng allt frá aldamót- um og fram á síðustu ár. Árangurinn er eins sambandi var erfiðast að finna túnastærð á landinu, en hún hefur verið mjög vafasöm í búnaðarskýrslum, svo ekki sé meira sagt. Bestu túnamælingarnar munu vera frá ár- unum 1916—1920. í fasteignamati 1930 fengust nýjar túnstærðir en þóttu tortryggi- legar og voru leiðréttar 1936. Næstu skýrsl- ur, sem eitthvað er byggjandi á, fengust 1964 og síðan 1970 í sambandi við fast- eignamat. Á milli þessara ártala var að vísu reynt með ýmsu móti að geta í eyðurnar, aðallega með því að leggja árlega nýrækt við túnastærð fyrra árs. í hvert skipti, sem nýjar upplýsingar fengust, sýndi það sig þó, að með þessu var túnastærðin ofmetin, Töðufall á íslandi Eftir Pál Bergpórsson, veðurfræðing konar reiknilíkan eða formúla til þess að áætla töðusprettu hvert ár, með tilliti til hita og alls áburðar, sem er tiltækur hverju sinni, en áður hafði ég aðeins litið á tilbúna áburðinn. Með þessu er hægt að gera áætlun um hvernig unnt sé að stórauka heyfeng með bættri meðferð búfjáráburðar og friðun túna, en tilbúni áburðurinn verði svo notaður til að draga úr sveiflum vegna árferðis. Fyrsta stigið í þessari athugun var að setja saman töflu I um heyfeng, veðráttu og áburð frá aldamótum til þessa árs. í þessu mest þó hin síðari ár. Leiðréttingarnar gerði ég því þannig, að ég fann, hvað þetta ofmat hefði verið mikið á hverju tímabili milli mælinga, og jafnaði leiðréttingunni niður á árin sem vissum hundraðshluta af nýrækt- inni. Ennfremur var rakið aftur á bak frá árunum 1916—1920, hver túnastærð hefði verið þar á undan, eftir árlegri nýrækt túna. Var talið, að hún mundi þá hafa verið álíka mikið ofmetin og árin eftir 1916—1920. En þessi nýrækt var lítil og skekkjur því vænt- anlega smáar. Sú túnastærð, sem ég hef 250 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.