Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 23

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 23
Þetta er mjög stór samstæða af kembi- og spunavélum. Þær geta unnið allt að 300 lestir af garni á ári. Það er ætlun okkar að selja þessa auknu framleiðslu til Bandaríkjanna. Þar höfum við náð góðum markaði. Við erum t.d. bún- ir að gera þar tvo nokkuð stóra sölusamn- inga við stór fyrirtæki, annan upp á 307 þúsund dollara og hinn upp á 360 þúsund dollara og 660 þúsund dalir eru allveruleg upphæð. Svo er útlit fyrir, að við getum aukið þessa sölu allverulega á næsta ári. Það er svo ætlun okkar, að hjólin í þess- ari nýju verksmiðju verði farin að snúast fyrir næstu áramót. — Að vísu má þá ekkert út af bera. Þetta, sem við seljum á Bandaríkjamarkað, er viðbót við það, sem við höfum áður framleitt, við höldum á- fram að framleiða fyrir Rússana. — Hvað er það, sem þið seljið til Banda- ríkjanna? — Það eru fyrst og fremst peysur. Það er geysilega mikil ullartískualda, sem nú gengur yfir að segja má allan heiminn, og notkun á prjónafatnaði er nú mjög mikil og við eru vissir um að geta selt þarna nokkur hundruð þúsunda af peysum. — Hafið þið þá nœga ull í þetta? — Það vitum við nú ekki enn og getur orðið hæpið. Ullin virtist skila sér mjög illa á síðastliðnu ári. Við teljum, að þá hafi vantað á um 600 lestir, miðað við það, sem fjárstofninn ætti að gefa. En með þeirri breytingu, sem gerð var á verðlagningunni, vona menn, að meira verði hugsað um ull- ina og hún komi betur til skila. Hins vegar er svo það, að við höfum nú eftir miklar tilraunir með að blanda gerfi- efnum saman við íslensku ullina hafið sam- vinnu við bandaríska fyrirtækið Du Point um framleiðslu á því. Þetta hefur gefið góða raun og getur því hjálpað mikið til. En við væntum þess fastlega að fá meiri íslenska ull og þurfum þess svo sannarlega. Frá Gefjunni á Akureyri. Mismunandi flokkum af ull er blandað saman í tætara, sem skilar greiðri ullarblöndu fyrir kembingu. F R E Y R 267

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.