Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 27

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 27
skemma jurtina) með hæfilegri hitun eða kælingu. Sótthreinsun moldar með gufu eða sjóðheitu vatni eyðir vírusum en mikla vandvirkni þarf til. Annars eru helstu varnaraðgerðir þær að eyða þeim skordýrum, sem bera smit- efni, og að hafa heilbrigðar móðurjurtir til fjölgunar, nota t.d. heilbrigðar kartöflur til útsæðis og taka aðeins græðlinga af heilbrigðum jurtum. Er nú mikið að því unnið víða um lönd að framleiða og rækta heilbrigðar plöntur til fjölgunar. Er þetta orðinn mjög þýðingarmikill þáttur í garð- yrkju o.fl. ræktun. Sumir vírussjúkdómar koma aðeins í ljós á vissu þroskastigi, við afmarkað hitastig og árstíðir. Sjúkdómurinn getur orðið skæðari en ella, ef um fleiri en eina vírus- tegund er að ræða í sömu plöntunni. Ytri einkenni geta þá líka breyst. Stundum get- ur dulinn vírus (eða sem lítið hefur borið á) skyndilega komið í ljós eða stórversnað við skyndilega breytingu á vaxtarkjörum plöntunnar, t.d. ef birta eykst mikið, — sólskin eftir langvarandi dimmviðri. Plant- an hefur þá orðið veikari fyrir og sjúk- dómurinn brotist út. Svipað getur gerst, ef næringarástand jarðvegs breytist. Sem dæmi um vírussjúkdóm skal nefnd tíglaveiki (mosaik) í kartöflujurtinni. Blöð- in verða guldílótt, oft líka hrukkótt, en eru eðlilega græn á milli dílanna. Þetta sést best, ef blaðinu er haldið upp á móti birtunni. Veikin getur verið á ýmsu stigi. Blöðin geta verið altekin, gulleit, smá og kryppluð, en stundum þarf að gá vel til að sjá einkennin. Hér hefur borið mest á tíglaveiki í Gull- auga kartöflunum, en hún er til meira dul- in í fleirum. Hér á landi berst veikin aðal- lega með útsæðinu. Þarf að vanda val á því og taka aðeins útsæði undan heilbrigð- um grösum, að svo miklu leyti sem unnt er. í hlýrra loftslagi bera blaðlýs suma vírus- sjúkdóma á milli grasanna, t.d. hina skæðu blaðvefjuveiki. Er reynt að rækta útsæðis- kartöflur á svölum stöðum, þar sem lítið er af blaðlúsum. Hér á landi sjást blaðlýs sjaldan í kartöflugörðum, nema þá helst í grennd við gróðurhús og við limgerði og tré. Stöndum við því vel að vígi að rækta útsæði, heilbrigt að þessu leyti. Á venju- legri tíglaveiki (x stofni) ber oft mest á í dumbungsveðráttu en minna, ef sumarið er þurrt og hlýtt. Bæði of mikill og of lítill áburður getur valdið því, að ytri einkenni veikinnar dofna. Tíglaveiki þessi smitar í gegnum sár, við snertingu 1 stormi t.d., og við hreinsun með verkfærum, upptöku með vélum o.s.frv. Blaðvefjuveiki hefur sést hér, komin með útlendu útsæði, en ekki er hætta á, að hún Á myndinn eru dæmi um þrjá sjúkdóma á kartöflugrasi, sem nefndir eru í greininni: 1. Blaðvefjuveiki, 2. Tíglaveiki, 3. Rákaveiki. F R E Y R 271

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.