Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 5

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ flukafundur Stéttarsambands bænda nr. 23, desember 1977 Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNASJÓNSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK ÁskriftarverS kr. 2000 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiSsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími 19200 RíkisprentsmiSjan Gutenberg Reykjavík — Sími 84522 EFNI: Aukafundur Stéttarsambands bænda Þekkiröu algenga þörunga í fjöru? Brautryðjanda minnst Atvinnuleysið og ungmennin Yfirlýsing frá stjórn Stéttarsambandsins Sauðfjárlitir Rjómabúið á Baugsstöðum 75 ára Vetrargeymsla á landbúnaðar- vélum Leiðbeiningar við varahluta- pantanir Járninganámskeið Erlendir þættir IVIolar Eins og kunnugt er var boðað til aukafundar Stéttar- sambands bænda, og var hann haldinn í Reykjavík 30. nóv. sl. Tilefni fundarins voru tillögur um breytingar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins o.fl., og þau vandamál, sem steðja að landbúnaðinum vegna erfiðra markaða. Þegar aðalfundur Stéttarsambandsins var haldinn í lok ágúst sl., blasti þegar við mikill vandi, þar sem Ijóst var, að verulega mundi skorta á að bændur fengju full verð fyrir afurðir sínar verðlagsárið 1976—77, og allar líkur bentu til að enn meira mundi vanta uppá á komandi verðlagsári. • Nánar tiltekið var talið að vantaði sem svarar 1.0% af heildarverðmæti landbúnaðarvaranna á því ári. í krónum talið vantaði 150—170 milljónir á að útflutningsbætur hrykkju til að hægt væri að borga bændum fullt verð fyrir afurðirnar. Var þá miðað við að útflutningsbætur fengjust í samræmi við útreikning Framleiðsluráðs land- búnaðarins á verðmæti framleiðslunnar. En þess ber að geta, að verulega ber á milli útreikninga þess og út- reikninga Hagstofunnar, sem lagðir eru til grundvallar við ákvörðun á útflutningsbótum. Miðað við útreikninga Hagstofunnar var vöntunin rúmar 300 milljónir. Ef ekki fást útflutningsbætur í samræmi við þá tölu, sem Fram- leiðsluráð telur rétta, hrekkur það verðjöfnunargjald á kjöti, sem þegar hefur verið ákveðið 12 kr. á hvert kg dilkakjöts, alls ekki, og yrði að hækka það um helming. • Eins og nú horfir, er talið að á nýbyrjuðu verðlagsári (1977—78) muni vanta enn meira, eða frá 1.5—1.5 millj- örðum til þess að útflutningsbætur hrökkvi svo að fullt verð náist, og er það sem svara 4% eða meir af heildar- verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar. Lægri talan er miðuð við það að hlutfallslega sama verðlag haldist á útfl. framleiðslu en það gæti hæglega orðið óhagstæðara. F R E Y R 841

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.