Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Síða 12

Freyr - 01.12.1977, Síða 12
ritgerð árið 1910. Blaðka maríukjarna er vanalega afar löng með greinilegri, þykkri miðtaug. Smáæxlunarblöð vaxa ofan til á þönglinum, rétt neðan við aðalblöðkuna. Er maríukjarni auðþekktur á miðtauginni og þessum blöðkum. Þessar smáblöðkur voru stundum etnar fyrr á tíð. Þöngullinn er frá 10 til 120 cm á þroskuðum jurtum, en lengd blöðkunnar 50 cm til 5 metrar. Breidd blöðku 8—34 cm. Æxlunarblöðkurnar geta orðið 20—40 cm langar, en lítið er það hjá stærð aðalblöðkunnar. Hún þótti allgóð til fóðurs, einkum fyrir kýr, en æxlunarblöðk- urnar og efsti hluti stöngulsins þó næring- armestur. Ránarkjarni (Alaria pylari) er minni og biaðkan oftast egglaga. Þari hefur verið súrsaður til fóðurs og reyndist vel, einkum maríukjarni. Reyndi Daníel Jónsson, bóndi á Eiði á Langanesi, þetta um aldamótin. Þörungar hafa verið notaðir talsvert til áburðar í garða. Nú starfar þörungaverk- smiðja á Reyhólum og hagnýtir bæði þang og þönglaþara, eins og alkunnugt er. Fyrr- um voru þörungar stundum slegnir á grynn- ingum til fóðurs. Voru t.d. talin dálítil þör- ungamið á takmörkuðum svæðum spöl frá landi á æskustöðvum höfundar. Voru þau nytjuð fram undir aldamót á Hellu og Há- mundarstöðum. Heldur þótti sullsamt verk að seilast úr bát með orf og Ijá til að skera þarann. Auðvitað var aðeins hægt að vinna við þetta um stórstraumsfjöru og í logni. Þörungar eru hagnýttir á margan hátt víða um heim. Japanir hafa sérlega mikið rannsakað næringargildi þörunga oð nota ýmsar tegundir talsvert til matar. Hér mun Ásgeir Torfason fyrstur hafa rannsakað fóðurgildi margra þörunga, og birti hann ritgerð um það í Búnaðarritinu 1910. í Noregi er mikil þangmjölsframleiðsla og dálítil hér. Þangmjöl er haft til fóðurs og hefur einnig verið blandað í mjöl til brauð- gerðar. Verksmiðja í Drammen í Noregi hefur framleitt um 200 tonn árlega af þönglaþarasöltum og á stríðsárunum fram- leiddi verksmiðjan m.a. mikið af fljótandi þarasápu. Joð hefur lengi verið unnið úr ösku þönglaþara. Sölt af þörungasýru (alginsýru) eru notuð í margs konar iðnaði, t.d. matvælaframleiðslu, fatnaðar- og papp- írsiðnaði, einnig í hnappa, gervitennur o.fl., o.fl. Sigurður V. Hallsson, Þorbjörn Sigur- geirsson o.fl. hafa hér rannsakað talsvert útbreiðslu og magn algengra þörunga með vinnslu í huga. Ýmsir aðrir meira ,,gras- fræðilega“. (Sjá Náttúrufræðinginn, 34. árg., bls. 196—170). Og á síðustu árum Ivka Murda og Sigurður Jónsson. Þörungavinnsla hefur lengi verið talsverð á Vesturströnd Evrópu. Þangið, þönglaþar- arnir og rauðþörungarnir eru með svipuðu útliti árið um kring og halda sínum brúnu og rauðu litum, enda er hitinn miklu jafnari í sjó en á landi. Þörungarnir eru hálir sem álar og mjög sveigjanlegir til að þola öldu- sogið, rammlega tjóðraðir niður með hefti- þráðum. En hafís getur gert ærinn usla í þeim. Eftir ísaveturinn 1918 sást, að þarinn var víða skafinn af botni og var mörg ár að ná sér. Nú er þari hagnýttur til beitar og verksmiðjuvinnslu. En 1906 ritar Helgi Jónsson: ,,í Hafnarfirði hefi ég séð allmikið þang í þurrki og mun því brennt þar til muna, og mér er sagt, að þangi sé brennt suður með öllum Faxaflóa. Til matar tóku menn, auk sölva, fjörugrös, einkum í Vest- mannaeyjum og á Eyrarbakka, og maríu- kjarna hafa menn matbúið víða.“ Enn eru söl verkuð til matar. 848 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.