Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1977, Side 13

Freyr - 01.12.1977, Side 13
GUÐMUNDUR JÓNSSON, fyrrv. skólastjóri: Brantryðjanda minnst Sjötíu og fimm ár frá upphafi starfs Guðjón Guðmundsson, ráðunautur Guðjón Guðmundsson var fæddur 1. apríl 1872 á Finnbogastöðum í Strandasýslu, en dó 13. maí 1908. Foreldrar hans voru Guð- mundur, bóndi þar, Magnússon, Guð- mundssonar, og kona hans, Guðfinna Jör- undsdóttir, bónda á Eyri í Ingólfsfirði, Guð- mundssonar. Guðjón ólst upp hjá foreldrum sínum til 25 ára aldurs og lagði þar stund á störf til lands og sjávar, en jafnframt hneigðist hug- ur hans til bóknáms. Flann varð búfræðing- ur frá búnaðarskólanum í Ólafsdal 1893 og lauk gagnfræðaprófi frá Möðruvallaskóla 1897 með 1. einkunn. Var þetta mjög góð menntun á þeim tíma. En hugur hans stefndi hærra. Síðast á árinu 1897 hélt Guðjón til Nor- egs með það í huga að hefja búnaðarnám við Búnaðarháskólann í Ási. Ekki tókst hon- um þó að fá inngöngu þar, en komst til náms í Vinter landbruksskolen í Kristianíu (Osló). Eftir inntökupróf var hann tekinn í 2. bekk og stundaði nám þar frá janúar til vors 1898, en tók ekki próf. Eftir tæplega eins árs dvöl í Noregi hélt hann til Danmerkur, hóf nám við Búnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1898 og lauk þaðan kandídatsprófi fyrstur ís- lendinga, með ágætum vitnisburði, vorið 1900. Næsta ár stundaði hann sérnám í bú- fjárrækt, einkum kynbótafræði, við sama skóla og fékk til þess styrk frá konung- lega, danska landbúnaðarfélaginu og Bún- aðarfélagi íslands. Ferðaðist hann þá einn- ig í sama tilgangi um Norðurlönd. Flaustið 1901 fékk hann framhaldsstyrk frá sömu félögum til þess að kynna sér markað fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir í Bretlandi. Dvaldi hann fyrst í landbúnaðar- héruðum í nágrenni við Lundúni, en síðar í Edinborg og nágrenni alls um fjögurra mánaða skeið. Fllustaði hann meðal annars á búfjárræktarfyrirlestra við háskólann í Edinborg, en í nágrenni hans kynnti hann sér búrekstur og markaðsmál. Guðjón kom heim til íslands úr þessari rúmlega fjögurra ára námsför sinni í mars F R E Y R 849

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.