Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1977, Page 24

Freyr - 01.12.1977, Page 24
JÖN VIÐAR JÓNMUNDSSON: Sauðfjárlitir Fjölbreytni í litum er eitt af séreinkennum og kostum islenska sauðfjárins. ★ Nákvæmar upplýsingar um skiptingu fjár- stofnsins eftir litum eru ekki fyrir hendi, hins vegar er fengin með rannsóknum staðgóð þekking á því hvernig litirnir erfast. ★ Sú þekking kemur bændum til góðs við rækt- unina, og má ætla að í framtiðinni aukist ávinningur bænda af því að framleiða gærur og ull með hinum fjölbreyttu litum. Eitt af sérkennum íslenska sauðfjárkynsins er hin mikla fjölbreytni lita. Ekki liggja íyrir nákvæmar upplýsingar um hlutdeild einstakra lita í fjárstofninum, en Stefán Aðalsteinsson hefur út frá upp- lýsingum um ullarmagn frá árunum 1970— 1972 áætlað, að um 20% af fénu séu með öðrum lit en hvítum. Gerð hefur verið talning á lit lamba í fjárræktarfélögunum. Notaðar voru upplýs- ingar um öll lömb, sem komu til uppgjörs í fjárræktarfélögunum hjá Búnaðarfélagi ís- lands haustið 1976. Til þess að lömbin væru talin, þurftu minnst 60% lamba á búinu að hafa skráðan lit. Samtals voru það 134.543 lömb, sem þannig fengust upp- lýsingar um lit á. í töflu 1 er fjöldi lamba af einstökum litum í einstökum landshlut- um. Heildarniðurstöðurnar gefa eftirfarandi hlutfallslega skiptingu: Hvít 84,18% Grá 5,72% Svört 5,02% Mórauð 1,77% Grámórauð 0,38% Botnótt 0,92% Goltótt 0,52% Flekkótt 1,50% Eins og fram kemur í töflu 1 er litur nokkuð breytilegur á fé eftir landshlutum, en þó enn meiri eftir félögum. í tveimur félögum er innan við helmingur lambanna hvítur. í Sf. Hlíðarhrepps eru 43,5% af 2.264 lömbum hvít og í Sf. Víkingi, Dalvík, 47,4% af 291 lambi hvít. Fæst eru mislit lömb í Sf. Sléttunga, þar sem 99,5% af 1391 lambi 860 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.