Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1977, Side 27

Freyr - 01.12.1977, Side 27
árunum 1914—18 lognaðist markaðurinn í Bretlandi fyrir smjör eða flutningarnir féllu niður. Og þeir voru ekki teknir upp aftur, þegar heimsstyrjöldinni lauk. Mörg af bú- unum hættu starfsemi sinni þá þegar, en hin hvert af öðru á árunum eftir fyrri heims- styrjöldina. Rjómabúin færðu bændum miklar og kærkomnar tekjur, en þau voru einnig mik- ilsverð að öðru leyti. Þau voru uppbyggð á félagslegum grundvelli, sameign þeirra, er að þeim stóðu. Þau voru skóli fyrir menn í félagsstarfseminni um atvinnumál og und- anfari stærri átaka manna á því sviði. Það voru ekki kjarklausir menn, sem stofnuðu rjómabúin. Merkið var sett hátt: það var að framleiða til útflutnings smjör, sem að verðlagi og gæðum væri sambæri- legt við það besta, sem þá var á heims- markaði. Þetta tókst, og það má kallast kraftaverk við þær aðstæður og þá verk- tækni, er uppi var í byrjun þessarar aldar. Það var settur á stofn skóli á Hvítárvöllum í Borgarfirði til að mennta rjómabússtýrur, en svo voru þær konur kallaðar, sem rjóma- búunum veittu forstöðu. Og þar sem þetta bar allt að í senn, stofnun skólans og stofn- un þessara fjölmörgu rjómabúa, þá voru forstöðukonurnar flestar kornungar stúlkur, nýkomnar frá prófborðinu. Þeim var sýnt mikið traust, því þeim var í raun og veru falið að hafa í höndum sér fjárhagsafkomu bænda í heilum sveitarfélögum. Þá var næsta fátítt, að konur veittu atvinnurekstri forstöðu. og þátttaka þeirra í félagsmálum var næsta lítil. Þess vegna mátti forganga þeirra við rjómabúin kallast einstök á þeim tíma. Bændurnir hér á ströndinni áttu einnig sinn vitjunartíma að þessu leyti. Þann 8. október 1904 var haldinn stofnfundur félags til að byggja rjómabú að Baugsstöðum í í Stokkseyrarhreppi. Aðalhvatamenn að þeirri félagsstofnun munu hafa verið Ólafur Árnason, kaupmaður á Stokkseyri, séra Einar Pálsson, prestur í Gaulverjabæ, og Gísli Pálsson, bóndi í Hoftúni í Stokkseyr- Helgi ívarsson. arhreppi, en þessir þrír menn skipuðu fyrstu stjórn rjámabúsins. Þá þegar um haustið hófust framkvæmdir með því, að grafinn var 1400 metra langur vatnsveituskurður ofan úr Hólavatni og að rjómabússtæðinu fyrir- hugaða, því að til var ætlast frá upphafi, að rjómabúið gengi fyrir vatnsafli. Næsta vor var rjómaskálinn reistur, og var yfirsmiður að honum Jón Gestsson, bóndi í Villingaholti í Flóa, sem var héraðs- kunnur hagleiksmaður á þeirri tíð. Skálinn var að upphafi 6x7 metrar að grunnfleti, og síðan kom skúr við suðurgafl hans, sem upphækkaður var síðar jafnt húsinu, og heldur húsið í öllu sinni upphaflegu mynd. ískofi, sem sjá má enn nokkurn spöl frá sjálfu skálahúsinu, var byggður 1910, og voru þar geymd smjörkvartil í klaka, sem upp var tekinn að vetrarlagi. Stofnkostnað- ur rjómabúsins var 4.000 krónur. Af því tók félagið 3.000 króna bankalán, en framlag stofnenda var þúsund krónur, sem greidd- ust ýmist í dagsverkum, sem metin voru á kr. 2,50 hvert, og einnig af hinu, að hver bóndi, sem félagsmaður gerðist í upphafi, F R E Y R 863

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.