Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 29

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 29
starfsemi þess lá alveg niðri. Frá 1928 starf- aði rjómabúið bæði sumar og vetur, uns starfsemi þess lagðist að fullu niður haustið 1952. í húsakynnum rjómabúsins var einnig starfrækt pöntunarfélag frá árinu 1928 og allt til 1969, eða í rúmlega 40 ár, þar af í 17 ár, eftir að rjómavinnslu lauk að fuliu, og síðasta rjómabússtýran, Margrét Júníus- dóttir, veitti þeirri starfsemi forstöðu. Framleiðsla rjómabúsins á Baugsstöðum frá stofnun þess og til ársins 1916 var um 122 smálestir af smjöri, er seldust á 233 þúsund krónur, og fór öll framleiðsla þess tímabils á Bretlandsmarkað. En heildar- framleiðslan frá 1905 til 1948 var um 260 smálestir, er seldust fyrir um 886 þúsund krónur. Auk þess var þarna framleitt nokk- uð af ostum, og rjómasala átti sér stað í 2 eða 3 ár af starfstímanum. Félagssvæði rjómabúsins á Baugsstöð- um var upphaflega Stokkseyrar- og Gaul- verjabæjarhreppar og hluti of Villingaholts- hreppi. Félagar í rjómabúinu voru fyrsta árið 48. Þeir urðu flestir 1913 94. Þeim fækkaði mjög um og upp úr 1930, er Mjólk- urbú Flóamanna tók til starfa. Þeir voru 1934 44. Þeir voru 1937 26, 1944 voru þeir 8 og síðustu árin munu þeir hafa verið þrír. Hluti af fundargerðabókum búsins hefur ekki fundist, en fundargerðabók þess frá árunum 1915—1937 er varðveitt. Formennsku gegndu þessir menn, og í þeirri röð, sem hér greinir: Ólafur Árnason, kaupmaður á Stokkseyri, Einar Pálsson, prestur í Gaulverjabæ, Jón Jónsson, bóndi á Loftsstöðum, Gísli Pálsson, bóndi í Hoftúni, Ólafur Gunnarsson, bóndi á Baugsstöðum, Bjarni Júníusson, bóndi í Syðraseli. Þessir menn eru allir látnir að undan- skildum einum, Ólafi Gunnarssyni. Forstöðukonur eða rjómabússtýrur, eins og þær voru ævinlega nefndar, voru þessar: Margrét Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti, 1905—1906, Ragnheiður Hallgrímsdóttir frá Kalastöðum á Stokkseyri, 1907—1915. Guðmunda Ólafsdóttir frá Björk í Flóa, 1916—1918, Tréílát, flest noluS við matargerð úr mjólk: askur, kútur, kanna og skjóla, skyrgrind og trog eru á gólfinu. Á hillu eru smjörmót og könnur. Allt frá því fyrir tíma rjómabúanna. F R E Y R 865

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.