Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Síða 30

Freyr - 01.12.1977, Síða 30
Builustrokkur. Borghildur Magnúsdóttir frá Arabæ í Flóa, 1919—1924, Sigurlína Högnadóttir frá Vík í Mýrdal, 1926. Margrét Júníusdóttir frá Syðraseli í Stokks- eyrarhreppi frá 1928, og þar til starfsem- inni lauk. Mér þykir hlýða að fara hér að lokum nokkrum orðum um líf og starf síðustu rjómabússtýrunnar, Margrétar Júníusdótt- ur, svo mjög sem hún helgaði rjómabúinu á Baugsstöðum krafta sína og umhyggju. Margrét Júníusdóttir fæddist 19. nóvem- ber 1882 að Syðraseli í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hennar voru Júnís Pálsson, bóndi þar, og unnusta hans, Ingveldur Erlends- dóttir, en móður sína missti Margrét af slysförum fáum vikum eftir að hún fæddist. Hún ólst síðan upp hjá ömmu sinni, Mar- gréti Gísladóttur á Syðraseli. Fyrstu kynni Margrétar af rjómavinnslu í rjómabúi voru þau, að hún var aðstoðar- stúlka í rjómabúinu á Baugsstöðum sum- arið 1907. Þá um haustið íór hún til náms í Mjólkurskólanum á Hvítárvöllum og lauk þaðan prófi á næsta vori, 1908. Hún var við íramhaldsnám í mjólkurfræðum í Dan- mörku í Lögstrup Mejeri á Jótlandi á árun- um 1911—12. Hún var einnig við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík veturinn 1909 10. Heimili sitt átti hún jafnan hjá frænku sinni og uppeldissystur, Þórdísi Bjarna- dóttur, og manni hennar, Jóni Adolfssyni, kaupmanni í Vestri-Móhúsum á Stokkseyri. En sumarstarf hennar var ævinlega, frá því hún lauk námi í mjólkurskólanum, bundið við rjómabúin. Hún var rjómabússtýra í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu 1908—21, við Hróarslæk í Flóa 1922, við Hofsá í Eyja- fjallasveit 1923—27 og í rjómabúinu á Baugsstöðum frá 1928—52 og síðan for- stöðukona pöntunarfélagsins þar til 1969. Margrét andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 17. ágúst 1969 eftir stutta legu, 86 ára að aldri. Það er engum efa undirorpið, að Margrét hefur starfað lengur en nokkur annar við rjómabúin hér á landi, því að starfstími hennar beint við þau var frá 1907—52, eða 45 ár. En einnig má bæta við þeim 17 árum, sem hún þar á eftir dvaldi í Rjómabúi Baugsstaða og sá um það að varðveita húsið og tækin með öðrum þeim atvinnj'.- rekstri, er hún veitti þar forstöðu, og þá er starfstími hennar helgaður rjómabúunum orðinn 62 ár. Öll störf Margrétar við rjóma- búin voru unnin af sérstakri alúð og vand- virkni, og gilti það sama um sjálfa fram- leiðsluna sem og reikningshald og meðferð fjármuna. Hlaut hún fyrir þetta sérstaka heiðursviðurkenningu frá Búnaðarfélagi ís- lands 1945. Margrét Júníusdóttir var mikil- hæf kona og ógleymanlegur persónuleiki öllum þeim, sem af henni höfðu kynni. Henni var það sérstakt áhugamál að varð- 866 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.