Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1977, Side 32

Freyr - 01.12.1977, Side 32
SKÚLI HAUKSSON: V etrar geymsla á landbúnaðarvélum Vetrargeymsla landbúnaðarvéla og tækja er afar mikilvægt, fjárhagslegt atriði fyrir hvern bónda. Skemmdir, sem vélar geta hlotið, ef þær hafa ekki verið nægilega varðar, áður en þær voru settar í vetrar- geymslu, geta verið mjög kostnaðarsamar og það, sem er jafnvel enn verra, að vél- arnar eru ekki nothæfar, þegar til þeirra á að taka. Oft hafa hreyfihlutir véla festst í geymslu og afleiðingin því vélabrot, þegar vélin er tekin í notkun. Stundum hafa bændur verið sakaðir um hirðuleysi gagnvart vélum, og að þeir láti þær grotna niður af ryði. Hvað sem um það má segja, þá er það staðreynd, að nægilega stórar vélageymslur í sveitum eru fátíðar, enda er það fjárhagslega ofviða hverju meðalbúi. Bændur hafa því neyðst til þess að geyma flestar eða jafnvel allar sínar vélar undir berum himni. Þótt vélar séu geymdar úti, þarf það ekki að þýða það, að þær skemmist af veðrunaráhrifum, því að með réttri meðhöndlun er hægt að kom- ast hjá því. Ef réttri meðhöndlun er ekki beitt, geta jafnvel vélar, sem geymdar eru undir þaki, skemmst, t.d. vegna rakans í loftinu eða aðeins vegna þess, að vélin hefur ekki verið nægilega hreinsuð. Rækileg hreinsun er fyrsta stigið í því að verja vélarnar og tæki gegn ryði og tær- ingu. Hvorki málning eða ryðvarnarefni eyða ryði, sem þegar hefur myndast, og þau veita enga vörn, ef þau eru borin á óhreina fleti. Þess vegna verður að hreinsa allt ryð og óhreinindi, áður en ryðvörnin hefst. Næsta stigið í ryðvörninni er að athuga ástand málningarinnar. Framleiðendur véla mála ekki framleiðslu sína eingöngu vegna útlitsins heldur einnig vegna þess, að máln- ingin er góð ryðvörn. Ef málningin er í góðu ásigkomulagi, þarf aðeins að hreinsa burt öll óhreinindi af yfirborðinu, en ef betrum- bæta þarf málninguna, verður að hreinsa þá fleti mjög vel, þannig að allt ryð sé fjarlægt, en síðan málað yfir. Suma vélarhluta þýðir þó ekki að mála, og eru þar helstir núningsfletir og bitfletir. Slíkum flötum verður að halda gljáandi hreinum, til þess að þeir vinni vel, og eina ráðið til þess að verja þá, er að setja á þá ryðvarnarefni, sem ver þá í geymslu, en auðvelt eða óþarfi að taka það af, þegar vélin er tekin í notkun aftur. Venjuleg smur- olía eða feiti er stundum notuð í þessu augnamiði. Oftast er það betra en ekkert, en samt sem áður veita þessi efni ekki eins haldgóða vörn og réttu ryðvarnarefnin gera. Besta aðferðin til að verja gljáða vélarhluta er að nota á þá efni, sem sérstaklega eru til þess ætluð. Það er ekki síður mikilvægt að velja rétt ryðvarnarefni heldur en réttan 868 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.