Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1977, Qupperneq 34

Freyr - 01.12.1977, Qupperneq 34
Leiðbeiningar við Eftirfarandi skal tekið íram, þegar pantanir eru gerðar: 1) Tilgreina skal tegund og árgerð vélar. 2) Serialnúmer dráttarvélar (plata í mæla- borði). 3) Tegund gírkassa, t.d. 6 gíra, 8 eða multi- power). 4) Serialnúmer vélar (plata á vél). Athygli skal vakin á því, að á síðustu árum hafa orðið miklar, tæknilegar breyt- ingar á dráttarvélum, sem alls ekki eru bundnar við árgerð heldur hafa þær komið varahlutapantanir smám saman. Því er nauðsynlegt að hafa tiltækar ofangreindar upplýsingar, þegar pöntun er gerð, svo ekki verði hætta á rangri afgreiðslu varahluta, sem í flestum tilfellum kemur sér mjög illa fyrir viðkom- andi aðila. Annað ber að hafa í huga, þegar vél er lagt að hausti, að yfirfara hana og athuga, hvort þörf sé á varahlutum fyrir næsta vor. Ef svo er, þá er rétt að gera pöntun strax og taka fram, hvenær þér viljið fá hana afgreidda. Þetta atriði er mjög mikilvægt og tryggir, að vélin verður strax tilbúin til vinnu næsta vor. gírkössum og vökvakerfum innvortis vernd gegn ryði og tæringu. RUST-BAN 623, sem hefur sömu þykkt og vélarolía SAE 30, er fyrst og fremst notað til að verja innvortis alls konar aflvélar, t.d. bílvélar og traktors- vélar, er geyma þarf í langan tíma. RUST- BAN 337 hefur þykkt eins og vélarolía 10 w og er helst notað til þess að verja vökva- kerfi, loftpressur og gírkassa, sem geyma þarf í lengri tíma. Báðar tegundirnar eru mjög áhrifaríkar við að hreinsa að innan þær vélar, þar sem kælivatn eða annað vatn hefur komist í smurolíuna. RUST-BAN 337 og 623 mynda smur- himnu, sem þornar ekki eða rennur af, og þessi himna gerir slagavatn og súrbruna- efnl óskaðleg. RUST-BAN 337 eða 623 er sett á vélarnar og látið hringrása rækilega, þannig að allir innfletir vélanna verði rakir og fái á sig ryðvarnarhimnu, sem efnið myndar. Annað hvort er RUST-BAN tappað strax af eða það látið vera á, þar til vélin er tekin aftur í notkun, en í báðum tilfellum er nauðsyn- legt að setja aðvörunarmiða á vélina, sem segir, að þessi vél sé með ryðvörn og á hana verði að setja rétta ESSO smurolíu, áður en hún sé tekin í notkun. Notkunaraðferðir. Aðeins, ef réttum aðferðum er beitt og verk- ið framkvæmt samviskusamlega, má vænta árangurs, að öðrum kosti er bæði pening- um og tíma sóað. Þegar tæki eru ryðvarin, getur þurft að nota nokkrar tegundir af ryðvarnarefnum, en oftast er komist af með aðeins eina. Hér á eftir verður fjallað um aðferðir, sem vænta má góðs árangurs af. Sumir halda því fram, að hægt sé að komast hjá tæringarskemmdum í vélum, með því að setja þær smástund í gang eða snúa með handafli öðru hverju, meðan á geymslunni stendur. Þessi aðferð er verri en engin, því síendurteknar gangsetningar og vélin látin ganga aðeins stutta stund í einu auka tæringarmyndun að mun og or- saka auk þess verulegt slit, því á þeim tíma, sem líður á milli gangsetninga, rennur öll smurolía af slitflötunum niður í tönnun- um. Árangursrík aðferð við að verja vélar er þannig: Bensínvélar: 1. Látið vélina ganga, þangað til smurolía er orðin sæmilega heit, stöðvið þá vélina og tappið olíuna af. 870 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.