Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1977, Side 36

Freyr - 01.12.1977, Side 36
5. Stöðvið vélina, hreinsið lofthreinsarann og skiptið um síufyllingu eða endurnýið olíuna á honum, eftir því hvort við á. Límið því næst plast ryrir loftinntak, út- blástursrör og öndun sveifarhúss. Tæm- ið og skolið út kælikerfið, ef á því er enginn frostlögur eða hann orðinn of gamall (meira en ársgamall). Setjið þá á kælikerfið blöndu af vatni og frostlegi (40% af frostlegi verja að -r- 24°C og veita ryð- og tæringarvörn). Hengið á áberandi stað aðvörunarmiða, sem seg- ir, að á vélinni sé ryðvarnarolía, og áður en vélin sé tekin í notkun, verði að tappa hana af og setja í staðinn viðeig- andi smurolíu. Hins vegar er ekki þörf á að tappa blönduna af eldsneytisgeym- inum, því hún er ágætis eldsneyti. Gírkassar: Tappið olíuna af, sem fyrir er. Setjið í stað- inn, að hæfilegu marki, RUST-BAN 623 og látið gírkassan snúast án álags. Við þetta mun RUST-BANið flæða um alla innfleti gírkassans. Hengið á áþerandi stað aðvör- unarmiða, sem segir, að áður en gírkassinn sé tekinn í notkun aftur, verði að tappa RUST-BANið af og setja viðeigandi olíu í staðinn. Vökvakerfi: Tappið olíuna, sem er á vökvakerfinu, af og setjið í staðinn RUST-BAN 337. Látið því næst vökvakerfið vinna án álags, þann- ig að RUST-BANið þerist um allt kerfið. Hengið á áberandi síað viðvörunarmiða, sem segir, að áður en tækið sé tekið í notkun á ný, verði að tappa RUST-BANið af og setja í staðinn viðeigandi olíu. Landbúnaðarvinnuvélar: Ekki verður hægt að gefa hér leiðbeiningar um meðhöndlun allra landbúnaðarvélateg- unda, en af þeim alhliða leiðbeiningum, sem hér fara á eftir, geta bændur sjálfir skipulagt aðferðir, er best henta öllum þeirra mismunandi iækjaþúnaði. Eins og áður var sagt, er tilgangslaust að setja ryðvararefni yfir skít eða önnur óhreinindi, og er það því sóun, bæði á tíma og verðmætum. Ryðvarnarefni, meðhöndl- uð á réttan hátt, koma í veg fyrir ryðmyndun en eyða ekki ryði, sem þegar hefur mynd- ast. RUST-BAN 392 smýgur undir vatn, en málmfletirnir, sem ryðverja skal, verða samt sem áður að vera hreinir, þegar RUST-BAN- ið er borið á. Fyrsta atriðið við að ryðverja tækið er því rækileg hreinsun. Síðan er hægt að úða hlutinn með RUST-BAN 392, og ef geymslan á aðeins að vara í nokkrar vikur, eða ef hluturinn er geymdur inni, þá nægir þessi aðferð alveg. Hins vegar, ef geyma á hlutinn úti, jafnvel í marga mánuði, ætti að setja lag af RUST- BAN 396 yfir RUST-BAN 392. Ekki er þó nauðsynlegt að nota RUST-BAN 392 í þessu tilviki, og ef hluturinn, sem ryðverja á, er sæmilega þurr, er RUST-BAN 396 eingöngu notað. Hægt er að úða RUST-BAN á, en einnig er hægt að bera það á með pensli og jafnvel að dýfa litlum hlutum ofan í það. Varast skal opinn eld, þegar RUST-BAN 392 og 396 er meðhöndlað, og einnig þarf góð loftræsting að vera, því að í RUST-BANinu er þynningarefni, sem gerir það að verkum, að auðvelt er að bera efnið á eða sprauta því, en síðan gufar þynningarefnið upp og eftir verður mjúk og sterk ryðvarnarhimna. Ef þörf er á því að fjarlægja himnuna, er auðvelt að gera það með tusku vættri í terpentínu (White Spirit) eða steinolíu. Oft- ast er þó engin þörf á því að fjarlægja ryð- varnarefni, þó að vélin sé tekin í notkun. Smyrjið vel alla smurkoppa. AÐVÖRUN: RUST-BAN 392 og 396 ætti ekki að bera á hluti gerða úr efnum eins og t.d. gúmmíi, korki, pappír, vefnaði eða plasti, því sum þessara efna gætu skemmst við það. 872 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.