Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Síða 38

Freyr - 01.12.1977, Síða 38
járnsmiða og járninga. Járnsmiðum hefur fækkað að sama skapi og hrossum, eða enn meira. Er annars nokkur menntun hér lengur, sem heitir að „gerast járnsmiður"? Sú menntun er enn til með grannþjóðunum í litlum mæli, en nógu stórum til þess, að þar eru járninganámskeið haldin fyrir járn- smiði, og ekki aðra en járnsmiði. Þegar ég fór að grennslast um viðhorf til menntunar fyrir okkar menn á þessu sviði komst ég strax að raun um, að Norð- menn hafa engin slík. Þeir senda sína járn- ingamenn á námskeið hjá Svíum, en sem svar við fyrirspurn hjá Svíum fékk ég þau svör, að aðsókn að námskeiðum þeirra væri svo mikil, að þar væri upptekið nokk- ur ár fram í tímann bæði af heimamönnum og Norðmönnum. Og þegar nánar var spurt, kom í Ijós að aðeins aðilar með sveinspróf í járnsmíði eru tækir til járninganáms. Veru- legur hluti af hlutverkinu er skeifnasmíði, bæði venjulegar skeifur og svo búnaður til þess að lækna sprungna og skakka hófa. Þar er því synjað inngöngu öðrum en sér- Iega útvöldum. — Og hvað svo? Ég gafst ekki upp í viðleitninni. Ég þekkti smiðjuna á mínum gamla Búnaðarháskóla í Kaupmannahöfn og eitt sinn þá menn, er þar unnu. Þeir eru horfnir og nýir komnir í stað þeirra. Á síðasta sumri, þegar hingað kom dr. Hesselholt, kennari við dýralæknadeild Búnaðarháskólans og flutti erindi á árs- fundi íslenskra dýralækna, færði ég þetta mái í tal við hann. Varð þá að ráði, að þegar ég ætti erindi á norrænan fund í upplýsingaþjónustu landbúnaðarins í sept- ember, skyldum við í félagi kanna viðhorf til menntunar fyrir íslendinga við þá stofn- un, en þar hafa slík námskeið fyrir dýra- lækna og aðra verið haldin, ég ætla jafn- lengi og sú stofnun hefur starfað, eða á annað hundrað ár. Ráðagerð þessi varð að veruleika í sept- ember sl. og við fengum til viðræðu þann kennara, sem annast umrædd hlutverk við 874 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.