Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1978, Blaðsíða 31

Freyr - 01.10.1978, Blaðsíða 31
þeirra, sem mótin stunda. Eftirlit hefur verið haft með því, að slíkur búnaður sé sótthreinsaður við heimkomu, en sjálfsagt fer eitthvað af slíku fram hjá eftirliti og má vænta ,,slysa“ hér, þegar skilningur manna á varúðar- ráðstöfunum og vilji manna til að fara eftir þeim dofnar. Leiðirnar eru ýmsar til smitburðar. Dæmi um það er eftirfarandi: Nýlega kom hingað til lands erlendur hesta- maður. Hann hafði í fórum sínum átekna dós af múkk- áburði. Ofan í áburðinum og upp um veggi dósarinnar voru hrosshár, sárahrúður og óhreinindi, sem hann hafði borið þangað með fingri af hrossum sínum erlendis, og ætlaði hann sér að smyrja þessu á hross vina sinna og kunningja hér á landi, vitanlega í þeim góða tilgangi að lækna þau með þessu nýja töfralyfi. Þess þarf varla að geta, að áburður þessi er vel þekktur hér og notaður af íslenskum dýralæknum. Vinargreiðinn hefði getað orð- ið dýr, ef dósin hefði ekki verið gerð upptæk (Nýjar sýklategundir og maurar, ónæmar fyrir töfralyfinu). Fræðsla til almennings um þessi efni er nauðsyn, en erfið fáum dýralænkum. Við eigum enga sóttkví fyrir hross og aðstaða til rannsókna á smitandi hrossasjúkdómum og baráttu gegn þeim er lítil sem engin hér á landi, enda hefur ekki þurft á slíku að halda, nema vegna vissra prófa á hrossum, sem flutt eru utan. Enginn veit þó til þess, að sjúkdómar þeir, sem próíað er fyrir, hafi fundist á íslandi. Heilbrigðisyfirvöld í löndum þeim, sem héðan kaupa hross, krefjast þó þess, að prófin séu gjörð vegna eigin öryggis. Sjálfsagt er að verða við því, sem kaup- andinn óskar. í flestum öðrum löndum en íslandi er rannsóknaraðstaða og vel þjálfað starfslið, sem er við- búið að takast á við faraldra, sem upp kynnu að koma í kjölfar innflutnings. Við innflutning á iifandi dýrum er alltaf tekin áhætta, hversu víðtækt og vel skipulagt sem eftirlitið er og þrátt fyrir margbrotnar og dýrar rannsóknir fyrir og eftir inn- flutning. Hægt er að skrifa lista með tugum sjúkdómsvalda, sem aldrei hafa fundist hér á landi í neinni búfjártegund en gera usla eða hafa fundist í nágrannalöndum okkar, meginlandi Evrópu, Bandaríkjunum og raunar hvar sem borið er niður. Þessir sjúkdómsvaldar gætu borist með hrossum, sem leyft væri að flytja heim eftir veru erlendis og mundu öruggustu sóttvarnarreglur, sem þekktar eru, ekki taka fyrir þá hættu. Það væri hörmulegt að flytja til landsins nýjan sjúkdóm í búfé. Við höfum um áratuga skeið sopið seyðið af F R E Y R 715

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.