Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1978, Blaðsíða 16

Freyr - 01.10.1978, Blaðsíða 16
SIGFÚS ÓLAFSSON: Könnun á eiginleikum jarúveys í Borgarfirði og á Mýrum Könnun þessi var gerð á vegum Búnaðar- sambands Borgarfjarðar og Bændaskólans á Hvanneyri sumarið 1976. Markmið hennar var að fá yfirlit um eiginleika algengustu jarðvegsgerða á þessu svæði og treysta þannig grundvöllinn að leiðbeiningum um ræktun og áburðarnotkun. Könnunin var unnin líkt og undirbúningur að gerð jarðvegskorta, farið var um svæðið og valdir staðir, þar sem gerð voru þversnið af jarðvegi. Sniðunum var lýst og þeim skipt í lög, sem sýnishorn voru tekin úr til efnagreininga. Einungis voru tekin snið af óræktuðu landi. Alls var lýst 59 jarðvegssniðum. Eftirfar- andi yfirlit sýnir helstu jarðvegsflokkana og niðurstöður efnagreininga. í djúpum jarðvegi (mýrlendi) voru snið tekin að 1.2—1.4 m dýpt en í grynnri jarð- vegi að jarðvegsgrunni. Við efnagreiningu vegna áburðarleiðbeininga er aðeins litið á efstu 5—15 sm jarðvegsins, enda eru áhrif Fjöldi Rúmþyngd Glæðitap, Jarðvegur sniða g/sm3 Dýpt Sýrustig Kalsíum Magníum Kalíum Fosfór o/ /o Flói 17 1 4,4 3,7 3,4 0,7 0,7 60 0,33 2 4,5 3,1 2,0 0,3 0,4 58 0,30 3 4,6 4,5 2,7 0,2 0,4 63 Hallandi mýri 20 1 4,6 5,7 4,1 1,1 0,6 51 0,33 2 4,5 4,2 2,4 0,4 0,4 47 0,30 3 4,5 5,2 2,6 0,3 0,4 48 Fínkorna mói 10 1 5,0 10,7 6,5 1,6 0,7 38 0,56 2 5,3 5,7 2,4 0,4 0,4 23 0,55 3 5,4 4,8 2,8 0,3 0,5 20 Sendinn mói 10 1 5,0 5,0 4,1 0,8 0,5 24 0,88 2 5,4 4,8 2,8 0,3 0,4 12 0,82 3 5,6 5,5 2,9 0,2 0,4 5 Areyraj arð vegur 4 1 5,3 11,6 5,0 0,9 0,5 9 0,81 2 5,3 11,7 5,5 0,5 0,4 8 0,90 3 5,4 11,4 5,2 0,3 0,4 7 Dýpt 1 svarar til 0—5 sm dýptar, en dýptir 2 og 3 eru lítið eitt breytilegar eftir jarðvegssniðum, en ná yfirleitt niður í 45—50 sm dýpi. — Sýrustig (pH) er mælt í kalsíumklóríði og er því um 0,5 einingum lægra en mælt í vatni. Kalsíum, magníum og kalium er gefið í millijafngildum (me)/100 g jarðvegs, en fosfór í mg/100 g jarðvegs. Glæðitapið — það, sem jarðvegur léttist um við glæðingu (500°C) — er mælikvarði á magn lífrænna efna. 700 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.