Freyr - 01.08.1979, Blaðsíða 21
Þorgeir Vigfússon, Þorvaidur Árnason og
Þorkell Bjarnason:
Frá stóðhestastöð B. í.
1977—1978
Haustveður 1977 var folum stóðhestastöðv-
arinnar heldur hagstætt.
Flestir folarnir komu úr girðingum í sept-
ember. Voru þeir þá yfirleitt í góðum holdum
og vel á sig komnir. Einum folanum var þó
ekki skilað fyrr en síðast í mars. Kom það sér
illa vegna þess, að folinn fékk mun styttri
tamningu fyrir vikið.
í byrjun desember fóru að koma folöld,
sem ýmist voru keypt á stöðina eða tekin í
uppeldi. Voru þau tekin á hús jafnóðum.
6. janúar voru allir folar, nema folar á 3.
vetur, teknir á hús, en frá nóvemberbyrjun
hafði þeim verið gefið við opið. Folum á 3.
vetur var gefið við opið til 6. mars, en þá voru
þeir teknir á hús.
Á vegum stöðvarinnar voru 57 hestar vet-
urinn 1977—1978,1 á 6. vetur, 9 á 5. vetur, 13
á 4. vetur, 13 á 3. vetur, 13 á 2. vetur og 8 á 1.
vetur. Þar af voru 35 í eigu stöðvarinnar.
Fóður og fóðrun.
Gróffóður var sem fyrr eingöngu vélbundið
þurrhey. Heyin voru að mestum hluta síð-
slegin, en sæmilega verkuð. Samkvæmt
efnagreiningum á heysýnum, sem Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins annaðist,
þurfti um 2.1 kg í fe. Taðan reyndist stein-
efnarík, en meltanlegt prótein í kg var um 98
g eða 204 g meltanlegt prótein í fóðurein-
ingu. Er það mun meira en í meðaltöðu.
(Meðaltaða 130—160 g í fe). Með hliðsjón af
þessum niðurstöðum var ákveðið að gefa
maís sem kjarnfóður. Fóður var sem fyrr
vegið í hvert mál eftir, að folarnir komu á
innistöðu, en hey með útigangi áætlað.
Dagskammtur í fola á annan vetur og eldri
var 6 kg hey + 0.5 kg maís frá því þeir voru
teknir inn til 24. febrúar. Þá var breytt í 5.5 kg
hey + 1.0 kg maís. 18. mars var maís aukinn í
1.5 kg og gefið áfram sama heymagn. Þessi
dagskammtur var gefinn út innistöðuna, öll-
um nema brúkunarfolunum. Þeirfengu eftir
12. apríl 5 kg hey + 2 kg maís á dag.
Folöld fengu alltaf hey eins og þau vildu.
Kjarnfóður var smámsaman aukið við þau,
þartil það náði 1.0 kg maís + 1.5 kg B-blöndu
S.Í.S. í lok febrúar. Sá skammtur var gefinn
óbreyttur, það sem eftir var innistöðu.
Gjald það, sem tekið er fyrir fola, sem eru í
uppeldi á stöðinni, var ákveðið kr. 30.- á dag
sumarið 1977. í nóvember og desember var
gefið hey út með beitinni, og voru þeir dagar
seldirá kr. 100.-. Eftirað folarvoru teknir inn,
var fóðurdaqurinn seldur á kr. 250.-. Beit
sumarið 1978 var seld á kr. 45.- á dag.
Heilsufar.
Yfirleitt var heilsufar folanna mjög gott. Þeir
fóðruðust vel og voru frísklegir. Múkk var þó
FREYR
493