Freyr - 01.08.1979, Blaðsíða 30
GUÐBRANDUR E. Hlíðar:
Júgurbólgurannsóknir
1978
Á árinu bárust okkur til rannsókna mjólkursýni úr 1108 kúm, eða samanlagt 4.432 mjólkur-
sýni, sem dreifast á 77 býli í 16 sýslum landsins.
Eru það heldur færri mjólkursýni en árið 1977, og mun það að einhverju leyti standa í
sambandi við, að 3 síðustu mánuði ársins var júgurbólgutæknir rannsóknastofunnar á
sjúkrahúsi og ég dvaldi þareinnig um tímaí október ogfékksíðan fyrirmæli um að ofætlamér
ekki við vinnu, því minnkuðu afköst okkar við júgurbólgurannsóknir verulega á 4. ársfjórð-
ungnum.
Dreifing rannsókna eftir sýslum og fundin júgurbólga var á þessu ári eftirfarandi:
Tafla 1.
Sýslur Tala kúa Tala kúa Tala kúa m. júgurbólgu Júgurhlutar m. júgurbólgu
Gullbringu- & Kjósarsýsla 5 46 20 30
Borgarfjarðarsýsla 12 187 69 113
Mýrasýsla 19 232 110 200
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla 4 76 38 51
Dalasýsla 13 161 53 107
A.-Barðastrandarsýsla 1 11 2 3
V.-Barðastrandarsýsla 2 11 8 11
V.-ísafjarðarsýsla 2 9 3 6
Eyjafjarðarsýsla 4 129 30 43
S.-Þingeyjarsýsla 1 20 9 13
N.-Múlasýsla 1 9 1 1
S.-Múlasýsla 1 8 4 7
A.-Skaftafellssýsla 1 36 27 36
V.-Skaftafellssýsla 6 82 51 91
Rangárvallasýsla 3 56 25 41
Árnessýsla 2 35 23 46
16 77 1 108 473 799
Samkvæmt þessum niðurstöðum hefir
fundist júgurbólga í 42,68% rannsakaðra
kúa og í 42,23% júgurhluta þeirra. Það svarar
til júgurbólgu í 18,02% allra rannsakaðra
júgurhluta.
Þetta hlutfall er aðeins lægra en í fyrra, og
gæti skýringin verið sú, að frá nokkrum býl-
um voru send til rannsóknar mjólkursýni úr
sömu kúm allt að þrisvar sinnum á árinu, og
hefur smit þar farið stöðugt minnkandi, en í
töflu 1 eru þær reiknaðar með í öll skiptin.
í flestum tilfellum voru send til rannsóknar
502
FREYR