Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 8

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 8
Hvernig er jörðin í stakk búin til aö auka matvælaframleiðsluna? Þetta er fyrst og fremst framleiðsla af landi, því að öll höf og vötn heimsins uppfylla aðeins um 14% af neyslu dýrapróteins, eða 65—70 milljónir tonna. Getum við aukið landbúnaðar- framleiðsluna án þess að ofbjóða hráefnun- um, sem til þess þarf, og án þess að skaða umhverfið? Hvaða áhrif hefur þrýstingur fólksfjölgunarinnar á auðlindir og fram- leiðslumöguleika landbúnaðarins? Mörk framleiðslugetunnar. Landbúnaðarframleiðsla er byggð á eigin- leika grænna nytjaplantna til að nota sólar- orku við að breyta ólífrænum efnum lofts, vatns og jarðar í lífræn efni, sem aðallega eru notuð til fæðu, annað hvort sem bein plöntufæða eða sem fóður handa húsdýrum. Prófessor James Mac Kay hefur nýlega tekið saman yfirlit um mörk framleiðslugetu nytjaplantna. Framleiðslugeta nytjaplantna byggist á samspili erfðaeðlis þeirra við ýmsa umhverfisþætti, svo sem Ijós, hita, vatn, kol- díoxíð, steinefni, vinda, sjúkdóma og pestir. Loomis og Williams (1963) hafa reiknað út hámarksafkastagetu plantna við ákjósanleg skilyrði. Þar sem aðeins 8% af þurrefni plöntunnar eru ólífræn efni, er framleiðsla frá photosynthesis aðaluppistaðan í þurrefni plöntunnar. Sólarorkan til þessarar fram- leiðslu getur orðið um 50 gígakaloríur ha/ dag. Plantan getur notað um 5.3% af þessari orku og getur því framleitt allt að 670 kg/ha/ dag eða 67 g/m2/dag. Hámarksframleiðsla fer svo eftir vaxtartímanum. Miðað við photosynthesis kornplöntu í 100 daga með korn:hálm:rót-hlutfall 5:3:2 og 12% rakayrði reiknaður hámarksafrakstur 37.500 kg af korni/ha. Mæld uppskera afkastamestu nytjaplantnanna, hinna svokölluðu C4 plantna (t. d. Sorghum vulgare), er meira en 50 g/m2/dag. Að viðbættum vexti róta, um 20%, er þetta mjög nálægt hinni reiknuðu hámarksuppskeru. C3 plöntur, en til þeirra teljast allar nytjaplöntur Norður-Evrópu, fara sjaldan yfir35 g/m2/dag, en þetta kemur ekki að sök, m. a. vegna verri birtuskilyrða á norðiægum slóðum. Það er mikilsvert að skoða þessar upp- skerutölur í Ijósi landbunaðarsögunnar, en flestar mikiivægustu nytjaplönturnar hafa verið notaðar í 12000 ár og lengur. Talið er, að kornuppskera hafi upphaflega verið Tafla 1. Matvæiaframleiösla 1978. Milljónir Aukning lesta árið 1977 Korn ........................... 1400 4 % Olíujurtir ....................... 47 4 % Belgjurtir ....................... 50 4 % Kjöt ............................ 125 2 % Tafla 2. Mannfjölgun í milljónum. Ár 1950 ........................................... 2500 1975 ........................................... 4000 2000 (?) ....................................... 6000 Tafla 3. Nýting plantna á sólarorku. Sólarorka, sem fellur á 1 ha lands á dag 50 gígahitaein- ingar. Jurtir nota af þvf ................3 gígahitaeiningar. Mesta þurrefnisframlag af hverjum ha á dag . .670 kg eða af hverjum m2 á dag .....................67 grömm. Tafla 4. Framleiðsla kornjurta. Korn/hálmur/rót: 5/3/2 og 12% vatn 37. 500 kg/ha/100 daga. Tafla 5. Landsvæði jarðar. Milljónir ha íslaus svæði ........................13000 Ræktanlegt land ..................... 3200 Ræktað land ......................... 1400 Land, sem þarfnast vökvunar .......... 359 Margar uppskerur á ári svara til .... 4000 Beitilönd ........................... 3600 Tafla 6. Minnkun á ræktuðu landi á mann. 1950 um 0. 24 ha á nef. 1975 um 0. 18 ha á nef. Fólksfjölgun 60% Aukning ræktaðs lands 20% Tafla 7. Borgar- og þéttbýlisbúar. 1959 .................................... 30% 1975 .................................... 40% 2000 .................................... 50% (?) Þörf fyrir land undir þéttbýli 1975—2000 um 63 millj. ha. 814 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.