Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 11

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 11
hægt væri að nota beinttil manneldis. Þar, sem helst er hægt að rækta gras er eðlilegast að stunda búfjárrækt — önnur svæði jarðar verða meir og meir notuð til ræktunar þeirra jurta, sem eru hæfar til manneldis. Samkvæmt þessum tölum er geysimikið af ræktanlegu landi ónotaðájörðinni.en þessu landi er þó mjög misskipt, og þótt sumt sé auðræktanlegt, er mjög kostnaðarsamt að koma ýmsum tegundum lands til ræktunar. Mjög lítið land er aflögu í Evrópu, Asíu og Norður-Afríku, en víða í öðrum hlutum Afríku og í Norður- og Suður-Ameríku er mikið af ónotuðu, ræktanlegu landi. Lester R. Brown er ákaflega svartsýnn á framtíð landbún- aðarlands í heiminum og rekur í riti sínu ,,The Worldwide Loss of Cropland" (1978), hvernig land sé að eyðileggjast af mannanna völdum í stórum stíl. Aukning landbúnaðar- lands í heiminum hefur haldist í hendur við aukningu fólksfjölda þangað til á miðri þess- ari öld. Síðan þá hefur fólksfjöldi aukist um 60%, meðan landtil kornræktar jókst aðeins um rúm 20%. Þetta varð til þess, að land minnkaði úr 0.24 ha í 0.18 ha á mann í heim- inum. Aukning í matvælaframleíðslu hefur því að miklu leyti verið uppskeruauki á ha. Tvennt er hér að verki: Bæði verður æ dýr- ara og erfiðara að brjóta nýtt land, þar sem bestu löndin og þau, sem eru næst þéttbýli, eru þegar í rækt, og svo hið mikla tap land- búnaðarlands úr ræktun af ýmsum ástæð- um. Ein af aðalástæðunum fyrir þessu er sí- vaxandi borgir og þéttbýli, sem oftast leggur undir sig besta landið. Þéttbýlið (borgir og bæir) hefur oftast vaxið upp þar, sem fyrir var blómlegur landbúnaðurtil þess að þjóna því. Innrás borganna á ræktunarlandið fer ört vaxandi. Frá 1967—1975 var 2.51 milljón ha af ræktuðu landi breytt í borgarland í Bandaríkjunum. Á þessu tímabili hefur tap- ast um 1% af ræktuðu landi til borgarþenslu á hverjum 4 árum í Vestur-Þýskalandi, og í Bretlandi og Frakklandi er þessi tala nærri 2% á áratug. Borgar- og þorpsbúar heimsins voru taldirvera um 30% af mannkyninu 1950, nærri 40% 1975, oq ef svo heldur áfram verða þéttbýlisbúar um 50% (yfir3000 millj- FREYR 817

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.