Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 16

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 16
Ólafur R. Dýrmundsson: landnýtingarráðunautur: Landbúnaður í Alaska 1 í síðasta hefti skrifaði Ólafur um kynnisferð, sem hann fór í vortil Norður-Am- eríku, ásamt þeim Hirti E. Þórarinssyni, Tjörn í Svarfaðardal, og Þorsteini Tómassyni, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, en til þessarar ferðar hlutu þeir styrk frá Independence Foundation í Bandaríkjunum. í lokaáfanga var haldið norður til Alaska, og í þessari grein fjallar Ólafur um þann þátt ferðar- innar. Því verður ekki á móti mælt, að Bandaríkja- menn gerðu góð kaup, þegar þeir keyptu Alaska af Rússum árið 1867 fyrir 7.2 milljónir dollara. Alaska er stærst þeirra 50 ríkja, sem mynda Bandaríki Norður-Ameríku, geysi víðáttumikið, nær 15 sinnum stærð íslands. íbúafjöldi er þó aðeins tæplega tvisvar sinn- um meiri en á íslandi, um 400 þúsund manns. Nær helmingur íbúanna býr í Anchorage, stærstu borginni, en höfuðborgin heitir Jun- eau. Loftslag er mjög mismunandi eftir landshlutum. Þannig ríkir úthafsloftslag í suðurhlutanum, meginlandsloftslag inni í landi og heimskautaloftslag nyrst, enda er stór hluti ríkisins norðan norður- heimskautsbaugs. Mest allt land í Alaska er í eigu opinberra aðila. Þannig munu um 60% vera í alríkiseign (undir Bandaríkjastjórn), tæplega30% í ríkiseign (undir Alaskastjórn), en aðeins rúmlega 10% í einkaeign. Miklar umræðurfara fram um eignarhald á landi, og vilja Alaskabúar ráða meiru um nýtingu lands í opinberri eigu, þ. e. a. s. auka ríkis- eign, en draga úr alríkiseign á landi. Ákveðin landsvæði hafa verið afhent frumbyggjunum til yfirráða, en þeir eru af Eskimóa-, Indíána- og Aleutstofnum. Þess má geta, að sam- göngur á milli hinna dreifðu byggða eru erf- iðleikum háðar, einkum að vetrarlagi, enda vegalengdir miklar. Mjög er treyst á flug- samgöngur, bæði áætlunarflug, leiguflug og einkaflug. Við bæi og þorp gefur víða að líta flugvelli, þarsem litlarflugvélarstandaí röð- um líkt og bílar á bílastæðum. Fáir vinna við landbúnað. Fyrir nokkrum árum var byggð olíuleiðsla, mikið mannvirki, sem flytur olíu frá Prud- hoeflóa við norðurströndina suðurtil Valdez við Alaskaflóa. Olíuvinnslan hófst árið 1977, og er áætlað, að næstu árin komi um 80% af tekjum ríkissjóðs Alaska frá olíuiðnaðinum. 822 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.