Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 25

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 25
teinínnihaidi), graskögglar (einnig flokk- aðir eftir gæðum) og svo hreinar kornteg- undir og próteinfóður svo sem fiskmjöl. Almennar leiðbeiningar um fóðrun og fóðurtöflur munu koma í Haridbók bænda nú um áramótin. 4. Alltaf er vandasamt að gefa kúm mikið af sterkjuríku kjarnfóðri, því að sé mikið gefið í einu, getur vömbin súrnað óeðli- lega mikið og orsakað lystarleysi, súr- doða og lélega nýtingu á gróffóðri. Þvi ætti alltaf að gefa gróffóður á undan kjarnfóðrinu og gefa kjarnfóðrið í fieiri og minni skömmtum yfir daginn. Ef annar fóðurbætir er til staðar, t. d. graskögglar, er til bóta að gefa hann að hluta til í stað sterkjuríks kjarnfóðurs. 5. Þó að heyfengur bænda um sunnan- og vestanvert landið hafi verið með minnsta móti, voru heyin mikil að gæðum þannig að oft þarf ekki nema 1. 6 kg í fóðurein- inguna. Þegar heygæðin eru svo mikil, étast heyin miklu betur en venjulega, þannig að þeir, sem vanir eru að gefa heyin eftir lyst, verða sérstaklega að vara sig og takmarka heygjöfina í tíma, þannig að þau endist. 6. Á Norður- og Austurlandi horfir málið öðruvísi við, því þar eru heyin bæði lítil og léleg. Illmögulegt er að fóðra gripi til ein- hverra afurða þegar svo stendur á. Gróf- fóður dugar tæpast til viðhalds og öll framleiðsla fer fram á aðkeyptu fóðri. Þegar svo stendur á, er mikilvægt að fóð- urbætisgjöfin verði sern fjölbreyttust og í samræmi við þarfir. Sérstaklega eru gras- kögglar mikilvægir við þessar aðstæður og gott að gefa þá samhliða fóðurblönd- unumaf ástæðum, sem getið erum hérað framan. 7. Þar sem aðstæður eru mjög mismunandi á milli búa er eingöngu hægt að hafa al- mennar leiðbeiningar til hliðsjónar. Því ættu bændur að leita aðstoðar viðkom- andi héraðsráðunauta við gerð fóður- áætlana nú í vetur. Bækur fyrír hestamenn. Landssamband hestamannafélaga hefur gefið út tvær bækur um hesta og hesta- mennsku. Hesturinn minn, handbók hest- amanna, er kennslubók í hestamennsku og ýmsu, er tengist henni, Framkvæmdastjóri útgáfunnar er formaður landssambandsins, Albert Jóhannsson. Bókin skiptist í 13 kafla, sem 16 höfundar hafa skrifað. Það má m. a. nefna efni eins og skapferli og skynjun hrossa, reiðmennska og hestamennska, fóðrun og uppeldi reiðhesta, uppruni og fjölhæfni og tamning og þjálfun. Þá er kafli um helstu kviila og sjúkdóma í hrossum, og yfirleitt eru þeir þættir teknir fyrir í bókinni, sem nauðsynlegt er fyrir alla góða hesta- menn að kunnaskil á. Bókin er 182 blaðsíður og prýdd mörgum myndum. Skýringar- myndir teiknaði Pétur Behrens, en Gísli B. Björnsson gerði tillögur aó útliti og upp- setningu bókarinnar. Sprett úr spori, kennslubók fyrir nemend- ur reiðskóla. Þetta er lítið, en handhægt kver, sem uppfyllir þarfir þeirra, sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni, Bókin er ætluð þeim fyrst og fremst, sem stunda nám í reiðskólum. Hún er að sjálfsögðu gagnleg öllum, sem hafayndi og ánægju af hestum. Samtals eru 15 greinar í bókinni eftir 7 höf- unda. Bókin „Hesturinn minn“ er seld í flestum bókaverslunum landsins, en litla bókin, „Sprett úr spori“, fæst á skrifstofu Lands- sambands hestamannafélaga. ULÞ. Dönsk áform um vindmyllur. Um alla Danmörku er nú unnið að því að veija stæði fyrir vindmyllur, sem eiga að framleiða rafmagn. Gerð hefur verið áætlun um að reisa 1500—2000 vindmyllur og er þess vænst að þær fullnægi um tíunda hluta af orkuþörf landsins. FREYR 831

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.