Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 10

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 10
Taflal.Holdanautaframleiðslaáhaááriásendnumjarðvegi íGeorgíu, Band. (Burton, 1972). Ár Uppruni fóðurs Þyngdaraukning holdagripa kg/ha/ári 1860 Óræktað gras ...................................................... 7 1900 „Carpet" gras .................................................... 33 1930 Óvalið Bermudagras (Cynodon dactylon) ............................ 90 1940 Óvalið Bermudagras +33 kg N/ha .................................. 170 1945 Coastal Bermudagras +33 kg N/ha ................................. 300 1948 Coastal Bermudagras +200 kg N/ha+P+K ............................ 740 1970 Coastcross Bermudagras +155 kg N/ha+P+K (hey) ................... 820 1972 Coastcross Bermudagras +220 kg N/ha+P+K (beit) ................. 1100 1972 Coastcross Bermudagras +660 kg N+P+K (kögglað).................. 2200 Borlaugs fyrir þátttöku hans í „grænu bylt- ingunni". Svipaða sögu er að segja um framleiðslu búfjár. Þar fara saman búfjárkynbætur og bættfóðrun og meðferð. Glen Burton (1972) hefur t. d. sýnt, hvernig uppskeru-, næring- ar- og bragðbetri grastegundir og notkun tilbúins áburðar hefur aukið vaxtarhraða holdagripa frá 7 til 2200 kg/ha/ári á tíma- bilinu 1860—1972 eins og sést í töflu 1. Það er því augljóst, að hámarks- landbúnaðarframleiðsla næst ekki, nema umhverfi plantna (og dýra) sé ákjósanlegt, og því er öflug landbúnaðarframleiðsla hrá- efnisfrek. Hröð aukning fólksfjölda í heimin- um hefur kallað á stóraukna matvæla- framleiðslu. Þetta hefur tekist með tvennu móti: a) með því að stórauka matvælafram- leiðslu á ha með kynbótum, ásamt notkun áburðar, áveitu og eiturlyfja og með bættri meðferð plantna, lands og búfjár; b) með því að taka nýtt land til landbúnaðar. Jafnframt þessu hefur hinn aukni fólksfjöldi keppt við landbúnaðinn um landrými til búsetu, iðn- aðar, orkuvinnslu, vega og flugvalla, og um ýmis hráefni. Hráefni til landbúnaðar. Fjölmargir þættir fléttast inn í framleiðslu landbúnaðarins. Nóg er til af súrefni, koldí- oxíði og sólarljósi, og fyrir það er ekki borgað. Aðrir þættir, s. s. land, vatn, sum næringarefni og sumar tegundir orku, eru takmarkaðir og sumir óendurnýjanlegir. Til þess að tryggja áframhaldandi aukn- ingu matvælaframleiðslu í þróunarlöndun- um og örugga framtíð landbúnaðar- framleiðslu í heiminum er nauðsynlegt að fá góða vitneskju um þá þætti, sem tak- markandi eru, og á hvern hátt megi seinka því eða koma í veg fyrir, að þeir gangi til þurrðar. Ræktanlegt land. Árið 1967 áætlaði U. S. President’s Science Advisory Committee (PSAC), að íslaust land jarðarinnar væri 13.000 milljónir hektara og að þar af væru 24%, eða 3.200 milljónir hekt- ara, ræktanleg. Af ræktanlegu landi væru 44% eða 1400 milljónir hektara þegar íýmiss konar ræktun. Um 350 milljónir ha, eða 11 %, af ræktanlegu landi þyrftu vökvun til að bera a. m. k. eina uppskeru á ári. Á afgangnum, 2800 milljónum ha, er möguleiki á því að fá a. m. k. eina uppskeru á ári án vökvunar. Þá er talið, að með því að fá margar uppskerur á ári á sama landi, mætti auka ræktað land sem svaraði til 4000 milljónum hektara. Þar að auki er áætlað að nota megi um 3.600 millj- ónir hektara lands til beitar, þó ekki sé hægt að rækta það. 816 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.