Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 13

Freyr - 15.12.1979, Blaðsíða 13
Tyrkneskur bóndi við áveitustjórn. Þessi aðferð við áveitu er víða við höfð. Vatnið er tekið úr áveituskurði með sogrörum og því veitt á milli raða í akrinum. Mjög mikið af matvælaframleiðslu heimsins fer fram á áveitulandi — en áveiturnar skapa einnig vandamál eins og rakið er í greininni. áveitulandi til ræktunar mikla samkeppni. Slík notkun vatns, hversu mikið bruðl sem hún geturverið, hefuralltaf forgang fram yfir landbúnað. Sem dæmi um hina geigvænlegu eyðingu landbúnaðarlands má nefna, að Land- græðsla Bandaríkjanna (USDA Soil Conser- vation Service) hefur reiknað út, aðárið 1975 hafi tapast um 22 tonn af jarðvegi af hverjum ha ræktaðs lands í Bandaríkjunum (í allt um 3000 milljónir tonna). Alþjóðaráðstefna Sameinuðu þjóðanna (1977 U. N.Conference on Desertification) um útbreiðslu eyðimarka, sem haldin var 1977, áætlaði, að um 1/s af ræktuðu landi heimsins væri í hrörnun, þannig að framleiðni þessara landa hefði minnkað að meðaltali um 25%. Talið er, að árnar í Nepal beri um 240 millj- ónir m3 af jarðvegi til Indlands (og mest það- an til sjávar). Yfir 400 milljónir tonna af jarð- vegi eru taldar tapast árlega í Kolumbiu. Margir meðlimir NJF hafa séð hina miklu landeyðingu, sem á sér stað á íslandi. Þessu veldur hörð veðrátta, eldgos, mikil úrkoma, sterkir vindar og ofbeit búfjár. Baráttan við landeyðinguna er eitt af brýnustu verkefnum landbúnaðarmanna og bænda á íslandi. Lester R. Brown heldur því fram, að með notkun tilbúins áburðar og nýtísku ræktun- araðferða muni það taka um 100 ár að skapa 21/2 sm af góðum jarðvegi, en að það taki náttúruna margar aldir án aðstoðar. Erfðabreytileiki. Undirstaða bættrar framleiðslugetu nytja- plantna og búfjár er genetiskur breytileiki, sem nota verður til kynbóta. Án slíks breyti- leika er óhugsandi að ná árangri í kynbótum. Aukning landbúnaðarlands með plægingu á óunnu landi, notkun sífellt færri afbrigða nytjaplantna í stað margra, mismunandi FREYR 819

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.