Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Síða 6

Freyr - 15.10.1981, Síða 6
Bæjanöfn. Menntamálaráðuneytið hefur samkvœmt lögum nr. 35 18. febrúar 1953 um bæjarnöfn o. fl. gefið út leyfisbréf fyrir eftirgreindum nöfnum á árinu 1980: Kjósarsýsla: Grásteinar á garðyrkjubýli í landi Hraðastaða, Mosfellshreppi. Sveifla á loðdýraræktarbýli í landi Krýsuvíkur. Steinahlíð á þjónustubýli í landi Helgafells II, Mosfellshreppi. Borgarfjarðarsýsla: Furugrund á garðyrkjubýli í landi Kleppjárnsreykja, Reykholtsdals- hreppi. Hyrningur á iðnaðarbýli í landi Kleppjárnsreykja, Reykholtsdalshreppi. Snæfellsnessýsla: Geirakot á jörðunum Geirakot og Haukabrekka, Fróðárhreppi. Skagafjarðarsýsla: Lambeyri á iðnaðarbýli í landi Laugahvamms, Lýtingsstaðahreppi. Tröð á smábýli í landi Gils, Skarðshreppi. Suður-Þingeyjarsýsla: Klöpp á loðdýraræktarbúi í landi Sólbergs, Svalbarðsstrandarhreppi. Brattahlíð á nýbýli í landi Breiðuvíkur, Tjörneshreppi. Björg II á smábýli í landi Bjarga, Ljósavatnshreppi. Húsabrekka á garðyrkjubýli í landi Halllands, Svalbarðsstrandarhreppi. Laugavellir á jörðunum Laugavellir og Stóru-Laugar II, Reykdæla- hreppi. N orð u r- M ú lasýsl a: Vakursstaðir I á jörðunum Vakursstaðir I og III, Vopnafjarðarhreppi. Suður-Múlasýsla: Þrándarstaðir II á iðnaðarbýli í landi Þrándarstaða, Eiðahreppi. Rangárvallasýsla: Þjórsárbakki á garðyrkjubýli í landi Háfshjáleigu, Djúpárhreppi. Árnessýsla: Brekkugerði á þjónustubýli í Iandi Laugaráss, Biskupstungnahreppi. Kjóastaðir II á nýbýli í landi Kjóastaða, Biskupstungnahreppi. Brjánsstaðir II á þjónustubýli í landi Brjánsstaða, Grímsneshreppi. Melar á nýbýli í landi Varmalækjar, Hrunamannahreppi. Leynir II á garðyrkjubýli í landi Leynis, Laugardalshreppi. Rimi á garðyrkjubýli í landi Torfastaðakots (nú Vegatungu) og Torfastaða, Biskupstungum. Norskir bændur í fræðslu- herferð. Kynna neytendum mikilvægi landbúnaðar. Um þessar mundir fá öll norsk heimili sendan fræðslutvíblöðung um landbúnað, hinn lífsnauðsyn- lega atvinnuveg. í bæklingnum segir m. a. að bændur, bæði innanlands og utan, sjái um að nóg sé á borðum í Nor- egi af matföngum, 62% séu flutt inn frá útlöndum, en þr játíu og átta af hundraði matvæla séu framleidd í Noregi. í Noregi er helmingi minna ræktarland á hvern íbúa en gerist að meðaltali íheiminum. Hlutfalls- lega minna af tekjum manna fer til matarkaupa nú en fyrir áratug, meira til ferðalaga, til tómstunda- iðju og í húsnæði og eldsneyti. Enda þótt matur hafi hækkað í verði þarf færri vinnustundir til þess að afla hans en áður. Þá segir, að framleiðni hafi auk- ist í landbúnaðinum og megi þakka það m. a. meiri þekkingu, betri tegundum nytjagróðurs, betra fóðri og betri ræktunaraðferðum. Vinnuafköst hafi aukist um fimm- tán af hundraði á 5 ára tímabili á síðasta áratug. Véla- áburðar- og olíukostnaður bænda hefur hækk- að meira en búvöruverð til fram- leiðenda, en það hefur í för með sér að bændur verða að framleiða meira til þess að geta borgað nauð- synlegar rekstrarvörur. í þessum ritlingi frá Norges Bondelag er einnig sagt frá kjara- málum bænda og þeim stefnumið- um, sem Stórþingið hefur sett um tekjur og lífskjör þeirra. 814 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.