Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Síða 7

Freyr - 15.10.1981, Síða 7
Mjólkursamlögin ættu að bera ábyrgð á dagstimplun mjólkurvara Síðastliðnu sumri hafa ýmsir á höfuðborgar- svæðinu gefið nafnið „súra sumarið“. Það hefur dregið nafnið af þeim umræðum, sem voru nokkuð áberandi um tíma, um súrál og súra mjólk. Lesendabréfin um súru mjólkina birtust aðallega í síðdegisblöðunum og þar var gagn- rýnin hvað hörðust. Forstöðumenn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík viðurkenndu að gölluð mjólk hefði óvart verið sett á markaðinn og báðust afsökun- ar á því. Eins og flestir muna var um bilun að ræða í gerilsneyðingartæki, sem orsakaði að geymsluþol mjólkurinnar var ekki nægilega mikið, miðað við það sem ábyrgst var með dag- stimpluninni. Þegar gert hafði verið við tækið var mjólkin jafngóð og hún hafði verið, fyrir bilunina. Þá hafði verið uppi mikill áróður fyrir breytingu á stimplun á mjólkurumbúðir með það fyrir augum að stytta þann tíma, sem selja mátti vörurnar, og leiddi það til þess að undan- þáguákvæði í reglugerð að stimpla mætti mjólkina sex daga fram í tímann var afnumið. Þetta hefur valdið mjólkuriðnaðinum, fram- leiðendum, neytendum og smásalanum miklum erfiðleikum og fjárhagslegu tjóni. Miðað við þær reglur, sem gilda um þessar mundir um opnunartíma verslana og starfrækslu mjólkurbúanna er nær útlokað að neytendur alls staðar á landinu, eigi kost á því að fá allar mjólk- urvörur áður en síðasti söludagur rennur upp. Vestfirðingar, sem hafa fengið jógúrt og aðrar vörur frá Mjólkursamsölunni mega búast við því að kominn sé síðasti söludagur þegar þessar vörur berast í verslanir þeirra. Kaupmaðurinn eða kaupfélagið hefur þá örfáa tíma til að selja vöruna og svo getur farið, að vegna seinkunar á ferðum sé sölufrestur útrunninn. Þar sem álagningin er lítil á landbúnaðarafurðum, mun smásalinn ekki taka á sig verulega áhættu vegna dreifingar þeirra. Hann lætur því frekar vöruna vanta, en að sitja uppi með óselda mjólk eða sýrðar mjólkurvörur. Þannig hefur komið í ljós, að smásalar hafa minnkað við sig innkaup fyrir helgar á höfuðborgarsvæðinu, hvað þá þar sem um lengri flutningavegalengdir er að ræða á þessum vörum. Mjólkuriðnaðurinn á að bera ábyrgð á þeirri vöru, sem hann framleiðir. Hann á að setja á vöruna dagstimpil, síðasta söludag og neysludag og bera ábyrgð á þeim dagsetningum. Ef þær standast ekki þá eru það ekki neytendur, sem bera tjónið, heldur framleiðendur. Starfsmenn mjólkuriðnaðarins vilja framleiða góðar vörur. Þeir vita sem er að varan selst ekki ef hún er gölluð. Svo augljóst er að hagsmunir framleiðenda og neytenda fara hér saman að mjólkuriðnaðinum á að vera treystandi að setja reglur um dagstimplun. Þar á að koma skýrt í ljós, hvenær mjólkin var gerilsneydd, hvenær er síðasti söludagur og jafnframt mætti geta þess á umbúðum hve lengi er talið óhætt að geyma mjólkurvöruna án þess að hún skemmist við góð geymsluskilyrði. Það þarf samtímis að leiðbeina smásalanum og neytendum um geymslu mjólk- urvara. Á vegum „Mjólkurdagsnefndar“ var gerð tilraun til þess á síðastliðnu sumri að vekja athygli neytenda á því, að fylgjast með hitastigi í kæliskápnum. Á boðstólum voru hitamælar, sem hentaði að setja inn í kæliskápa, og prent- aðar voru á mjólkurumbúðir leiðbeiningar um geymslu mjólkur. Þetta hafði nokkur áhrif, því að ótrúlega margir hafa ekki hugsað mikið um hvert hitastigið væri í kæliskápum. Með sam- eiginlegu átaki þeirra sem framleiða mjólk og sjá um vinnslu hennar og dreifingu, á það ekki að verða mikið vandamál að halda mjólkinni góðri fram á síðasta söludag, þótt stimplun verði algjörlega háð ákvörðun mjólkuriðnaðarins. Agnar Guðnason. freyr — 815

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.