Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 10

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 10
F. v. Elísabet Gunnarsdóttir, Gunnar Einarsson og kona hans Guðrún Krist- jánsdóttir. heima þegar maður var að elta kindur hundlaus og hljóp á eftir þeim alveg sprengmóður og jafn- vel þó maður kæmist fyrir hópinn þá hljóp féð kannski í sitt hvora áttina við mann. Ég vann á tveim bóndabæjum. Annað býlið var ríkisjörð. Ríkið kaupir land sem er í lélegri eða engri rækt, oft stór svæði og ræktar þau upp með því að koma grasi og smára í landið einkum þar sem ill- gresi vex. Oft er þetta brattlendi. Notaðar eru jarðýtur og fleiri vinnslutæki til að rækta upp landið og því er svo skipt niður með girðingum. Pegar þeir svo eru búnir að rækta þetta upp í 10-15 ár, er landinu skipt upp í hæfilegar stærðir til einstaklinga að búa á með viðráðanlegum kjörum. Hvað er hver skiki stór? Það er mjög misjafnt eftir því hvar er á Nýja-Sjálandi og hvað landið er frjósamt. En á þessu svæði þar sem ég var voru um 4000 ha, þar sem áformað var að stofna til sex bújarða. Þarna voru 22000 vetrarfóðraðar kindur og var þó svæðið ekki fullræktað. Við vorum þarna ellefu við störf. Hvernig undirðu þér þarna? Mér líkaði einstaklega vel, bæði við vinnuna og fólkið, þetta var skemmtilegt fólk. I'ú varst í Ástralíu? Jú, égvartvö áríÁstralíu. Þareru skilyrði til landbúnaðar afar mis- munandi eftir því hvar í landinu er og fara mjög eftir úrkomunni, enda er Ástralía heil heimsálfa. Þeir geta haft þar allt upp í 20 kindur á ha. niður í það að þurfi tugi ha. fyrir hverja kind. Sumsstaðar, t. d. á Tasman- íueyju er búskapur svipaður og í Bretlandi. Annarsstaðar, einkum nyrst í álfunni eru til bú, sem eru á við hálft ísland að stærð. Hvað getuin við lært af Ný-Sjá- lendinguni — er eitthvað, sem þér fannst sérlega athyglisvert? Mér fannst það einna athyglis- verðast að þeir taka land, sem gef- ur mjög lítið af sér, eins og víða er til hér á íslandi og breyta því í frjósamt ræktunarland með mark- vissum aðgerðum. Nýsjálendingar hafa fé á meira og minna ræktuðu landi og nota skiptibeit, hafa kind- urnar aðeins mjög stuttan tíma í hverju hólfi, girða landið allt niður, eru kannski með þúsund ær í hverjum hóp og hafa þær aðeins nokkra daga í hverju hólfi. Kind- urnar eru látnar bíta snöggt gras. Ef grasið nær að spretta mikið á vorin, reyna þeir að heyja, því bændur á Nýja-Sjálandi þurfa víð- ast að gefa sauðfé í tvo mánuði, þ. e. þann tíma, sem er hvíldar- skeið grasa þarlendis. Hvaða aðferðir eru notaðar við ræktunina? Þeir sá grasfræi og nota mikið smára o. fl. belgjurtir. Jarðvegur er víða fosfórsnauður og þeir dreifa á hann fosfóráburði og grasfræi úr flugvélum. Enda þótt hvíti maðurinn hafi búið á Nýja- Sjálandi í aðeins nokkur hundruð ár, eru uppblástur og landeyðing víða farin að gera vart við sig og hefur landið verið friðað þar fyrir beit yfir ákveðinni hæð (4000 fetum). Oft hefur brugðið svo við að þótt mikill hluti jarðar hafi verið friðaður fyrir beit hefur sá skiki býlisins, sem eftir var gefið mun meir af sér en öll jörðin áður, vegna þess að nú var fénu beitt á ræktað land. Þú ert nieð skoska hunda hérna? Já ég fékk leyfi til þess að flytja inn nokkra hunda frá Skotlandi. Því fór ég til Skotlands 1978, ferðaðist um og var þar í tvo mán- uði. Fór ég á milli hundasýninga, talaði við karlana og fékk að fara með þeim þegar þeir voru að smala. Ég kom heim með fjóra hunda, tvær tíkur og tvo hunda. Síðan hef ég haft það fyrir tóm- stundaiðju að þjálfa hunda. Ann- ars er ég vörður á sumrin við vörslugirðingu þvert yfir Reykja- nes. 818 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.